Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 15

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 15
bænda, að þrátt fyrir áhrif hinnar nýju tækni og vaxandi þjónustu sæðingastöðvarinnar frá árinu 1946 til ársins 1954, þá virtust kynbætur kúastofnsins vera of hægfara og væri því mikil þörf á nýju átaki í þessu efni. A aðalfundi S. N. E. árið 1937 var í fyrsta skipti rætt um nauðsyn þess, að hér yrði byggð upp og rekin „kynbótastöð fyrir naut“, eins og það var orðað, en til slíkra framkvæmda skorti þá bæði fjármagn og aðstöðu. En árið 1940 ályktar aðalfundurinn, að keyptir skuli og teknir til uppeldis að Grísabóli nautkálfar af álitlegu kyni, sem síðar skuli hafðir til framboðs og sölu til nautgriparæktarfélaga hreppanna. Næsta ár eru svo keyptir og aldir upp nokkrir nautkálfar, er taldir voru álitlegir til kynbóta, en kálfar þessir voru valdir undan afurðamiklum kúm og: álitlegum nautum með von um, að hinir þekktu eiginleikar mæðranna erfðust til þessara kálfa. I ljós kom, að þessu var, því miður, ekki alltaf hægt að treysta. Einstaklingarnir gátu verið óhrein- kynja og erfðaeðlið því reynzt harla misjafnt hjá afkvæm- unum. — „Öruggasti mælikvarðinn á kyngæðum einstakl- inganna eru afkvæmin, og aðeins rannsókn á afkvæmunum gerir kleift að meta foreldrin að verðleikum“ — eins og Ól- afur Jónsson ráðunautur komst að orði í einni ágætri ritgerð sinni um afkvæmarannsóknir S. N. E. Val á nautkálfum til kynbóta á félagssvæði S. N. E. hafði, allt frá árinu 1941 til 1954, verið með þeim hætti, að keyptir voru til uppeldis nautkálfar undan afurðabeztu kúnum á félagssvæðinu og þeir síðan aldir upp á Grísabóli. Þegar aldur þeirra leyfði voru þeir notaðir til sæðinga í nokkra mánuði eða eitt ár í þeim tilgangi, að síðar yrði hægt að dæma nm kyngæði þeirra af mjólkurhæfni dætranna, sem skýrslnfærðar yrðu. Síðan voru þessi ungu naut oftast send út í nautgriparæktarfélögin og höfð þar til dvalar, eða til notkunar sem varanaut, þar til reynsla hafði fengizt um eiginleika og mjólkurhæfni dætranna. Niðurstöður af þess- um athugunum reyndist oft erfitt og seinlegt að fá. Þessi naut voru þá ef til vill orðin margra ára gömul, eða jafnvel búið að lóga þeim af einhverjum ástæðum. Þessi prófunar- 2 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.