Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 15

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 15
bænda, að þrátt fyrir áhrif hinnar nýju tækni og vaxandi þjónustu sæðingastöðvarinnar frá árinu 1946 til ársins 1954, þá virtust kynbætur kúastofnsins vera of hægfara og væri því mikil þörf á nýju átaki í þessu efni. A aðalfundi S. N. E. árið 1937 var í fyrsta skipti rætt um nauðsyn þess, að hér yrði byggð upp og rekin „kynbótastöð fyrir naut“, eins og það var orðað, en til slíkra framkvæmda skorti þá bæði fjármagn og aðstöðu. En árið 1940 ályktar aðalfundurinn, að keyptir skuli og teknir til uppeldis að Grísabóli nautkálfar af álitlegu kyni, sem síðar skuli hafðir til framboðs og sölu til nautgriparæktarfélaga hreppanna. Næsta ár eru svo keyptir og aldir upp nokkrir nautkálfar, er taldir voru álitlegir til kynbóta, en kálfar þessir voru valdir undan afurðamiklum kúm og: álitlegum nautum með von um, að hinir þekktu eiginleikar mæðranna erfðust til þessara kálfa. I ljós kom, að þessu var, því miður, ekki alltaf hægt að treysta. Einstaklingarnir gátu verið óhrein- kynja og erfðaeðlið því reynzt harla misjafnt hjá afkvæm- unum. — „Öruggasti mælikvarðinn á kyngæðum einstakl- inganna eru afkvæmin, og aðeins rannsókn á afkvæmunum gerir kleift að meta foreldrin að verðleikum“ — eins og Ól- afur Jónsson ráðunautur komst að orði í einni ágætri ritgerð sinni um afkvæmarannsóknir S. N. E. Val á nautkálfum til kynbóta á félagssvæði S. N. E. hafði, allt frá árinu 1941 til 1954, verið með þeim hætti, að keyptir voru til uppeldis nautkálfar undan afurðabeztu kúnum á félagssvæðinu og þeir síðan aldir upp á Grísabóli. Þegar aldur þeirra leyfði voru þeir notaðir til sæðinga í nokkra mánuði eða eitt ár í þeim tilgangi, að síðar yrði hægt að dæma nm kyngæði þeirra af mjólkurhæfni dætranna, sem skýrslnfærðar yrðu. Síðan voru þessi ungu naut oftast send út í nautgriparæktarfélögin og höfð þar til dvalar, eða til notkunar sem varanaut, þar til reynsla hafði fengizt um eiginleika og mjólkurhæfni dætranna. Niðurstöður af þess- um athugunum reyndist oft erfitt og seinlegt að fá. Þessi naut voru þá ef til vill orðin margra ára gömul, eða jafnvel búið að lóga þeim af einhverjum ástæðum. Þessi prófunar- 2 17

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.