Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 16
aðferð dæmdist því úr leik og varð að finna aðra fljótvirkari og öruggari til þess að geta dæmt eiginleika og erfðaeðli nautanna á meðan þau væru tiltölulega ung og í fullu I jöri. Slík rannsókn virtist ekki vera framkvæmanleg nema með stofnun og rekstri sérstakrar búfjárræktarstöðvar þar sem fyrrgreind rannsókn gæti farið fram, en síðan aðeins valin til notkunar þau naut, sem örugglega byggju yfir góðum erfðaeiginleikum. Árið 1954 fór fram allnákvæm athugun varðandi heppilegt staðarval fyrir þessa tilraunastöð, sem nauðsynlegt þótti að byggja og starfrækja í þessu sambandi. En allt frá fyrstu starfsárum S. N. E. hafði fjárhagurinn jafnan verið þriing- ur, en þó höfðu ekki safnast verulegar skuldir. Nú var rekst- urinn hins vegar farinn að ganga betur, og rekstursreikn- ingur ársins 1953 sýndi, í fyrsta sinn í 24 ár, að um nokkurn rekstursafgang var að ræða og virtist því vera bjartara fram- undan. í ársbyrjun 1955 ákvað stjórn S. N. E. að kaupa býlið Lund við Akureyri ásamt Rangárvöllum, sem var gamalt eyðibýli í nágrenni Lunds. Eftir að þessi ákvörðun hafði verið samþykkt á aðalfundi þ. 10. maí sama ár var gengið formlega frá kaupunum og skyldi eignin afhent vorið 1956. Tilraunastöð þessari var þegar valið nafnið: Búfjárrœktar- stöðin i Luncli. Jafnframt þessu var ákveðið hvaða ungnaut skyldu fyrst tekin til prófunar og urðu fyrir valinu nautin: Völlur N. 180 og Ægir N. 181. I þessu sambandi voru gerðar viðeigandi ráðstafanir, því haustið 1955 var safnað saman úr héraðinu 38 vikugömlum kvígukálfum undan þessum nautum og þeir teknir til uppeldis í gömlum bragga að Grísabóli, sem innréttaður hafði verið til þessara nota. En uppeldi kvíganna tekur tvö ár, en þá bera þær sínum fyrstu kálfum og mjaltaskeið þeirra hefst, en það stendur yfir að jafnaði um 300 daga. Að mjaltaskeiðinu loknu er dæmt um mjólkurhæfni kvíganna og þar með um erfðaeiginleika til- raunanautanna. Með þessari framkvæmd voru loks hinar margumtöluðu tilraunir hafnar og hafa þær verið gerðar stöðugt síðán, eða 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.