Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 45
JÓHANNES SIGVALDASON: RANNSÓKNIR Á BÓRSKORTI I KARTÖFLUGÓRÐUM I. TILRAUN MEÐ BÓRÁBUR© Á KARTÖFLUR 1969 INNGANGUR Fáar eru heimildir um bórskort hér á landi. í smápistlum í Frey frá 1951 og 1962 (1), (2) er bent á, að bór sé næringar- efni og nauðsynlegt að bera það á hér á landi við kál og rófnarækt. Ekki er þó þarna um neinar tilraunaniðurstöður að ræða, heldur er hér ritað af almennri þekkingu á bór- skorti eins og hún var á þessum tímum. í Handbók bænda (3), og einnig í kennslubók í áburðarfræði (5), sem kennd er við bændaskólana, er rætt um nauðsyn þess að bera bór á land, sem í á að rækta kál eða rófur. Ekki er þó í þessum bókum vitnað í neinar innlendar tilraunaniðurstöður varð- andi bórskort í kál- eða rófnagörðum. Mun hér vera stuðzt við þá þekkingu, sem við höfum á skortseinkennum fyrir bór hjá umræddum plöntutegundum og þá reynzlu þeirra bænda hérlendis, sem þessar jurtir rækta, að nefnd skortseinkenni eru oft mjög áberandi, ef ekki er borið á bór, oft svo afger- andi, að stórt uppskerutjón hlýzt af, ef ekkert er að gert. Þrátt fyrir það, að svo heppilega vill til, að skortseinkenni fyrir bór í káli og rófum séu nokkuð glögg og lækning vís ef notaður er bóráburður, er það varla vanzalaust að láta undir höfuð leggjast að gera tilraunir með bóráburð á nefnd- 48

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.