Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 85
Hverjar eru helztu lausnir á ofangreindum atriðum? —
Lausnir hafa eflaust ætíð sinn aðdraganda, en iagfæringar
ættu að geta komið fljótlega ef áhugi er fyrir hendi.
f. í fyrsta fagi yrði afleiðingin af því, sem sagt hefur
verið, ef af yrði, sú að fjöfga þyrfti starfsmönnum búnaðar-
sambanda. Það er mitt mat, að hver ráðnautur geti ekki kom-
izt yfir að sinna fleiri bændum en hundrað. Þá er meiningin,
að ráðunauturinn leiðbeini alhliða, t. d. bæði jarðrækt og
búfjárrækt. Með þessu fyrirkomulagi yrði samstarfið við
bændurna nánara og þekkingin notfærðist betur, heldur
en ef ráðunauturinn leiðbeindi á vissu sviði og þyrfti þá að
heimsækja fleiri hændur. Þetta fyrirkomulag lækkaði ferða-
kostnað, eða öllu lieldur gerði hann minni.
2. Æskilegt er, að ráðunauturinn hafi búsetu sem næst
því svæði, sem hann starfar, og haga starfssvæðaskiptingu
þannig, eftir því sem við verður komið, að búskapurinn
sé sem líkastur innan livers svæðis. Þó gert sé ráð fyrir veru-
legri skiptingu, þá er auðvitað áríðandi, að ráðunautar vinni
saman og hafi samvinnu sín á milli í mörgum atriðum. —
F.kki væri óeðlilegt, að Ræktunarfélag Norðurlands yrði
tengiliður í málefnum leiðbeiningaþjónustunnar hér á
Norðurlandi og annaðist jafnvef yfirstjórn þessara mála. —
Tækist þetta, ætti að skapast meiri festa í störfum og árangur
að verða meiri en ella. Með það í huga, sent áður hefur verið
sagt, og miðað við starfskrafta, sem nú eru, þarf að bæta við
6—7 mönnum hér á Norðurlandi.
3. Það sem fyrst kemur tif, ef af þessu yrði, er að afla fjár.
Þarna er auðvitað nokkur vandi úr að bæta, en ef það er rétt
að fara inn á þessa braut, og áhugi fyrir að leysa verkefnið,
virðist fjárhagsvandinn ekki vera óyfirstíganlegur.
4. Ef lagt er til grundvallar, að hver maður kosti kr.
500.000,00, hugsa ég mér vandann leystan í aðalatriðum
með þessu:
a) Ríkið greiði 65%.
b) Árgjald til hreppabúnaðarfélaga frá hverjum bónda
88