Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 42
fjárræktarfélaginu „Þistli“. Haustið 1963 var Spakur sýnd- ur þar þriðja sinni með afkvæmum og hlaut þá í þriðja sinn I. verðlaun. Þá voru á skýrslum undan honum 37 ær, þar af 14 2ja vetra. Af þeim voru 70,3% tvílembdar og skil- uðu þær um 30,2 kg af kjöti. Á Hesti í Borgarfirði hafa dæt- ur Spaks 73 reynzt mjög góðar afurðaær, en á þeim hafa orðið nokkuð meiri vanhöld en eðlilegt má telja. Ennfrem- ur má geta þess, að Bíbí 16, móðir Spaks, var ágætlega frjó- söm og góð mjólkurær. Þokki 33 var fæddur í Holti í Þistilfirði. Hann var sonur Hnattar 60. Móðir hans var Hnúta 929, dóttir Pjakks 31. Hnúta 929 var frjósöm ær, var 6 sinnum tvílembd og tvisvar einlembd. Hún var í meðallagi afurðasöm, en lömb undan henni skárust vel. (Meðalkjöt % lamba 43). Undan henni voru aldar 6 ær, þar af voru 3 dætur Hnattar 60 og því al- systur Þokka. Þokki var í eigu Sauðfjárræktarfélags Núpsveitunga þar til liann fór að Lundi. Hann gaf þar lömb, sem lágu yfir meðaltal í vænleika, en mjög fáar dætur hans er þar að finna á skýrslu. Þær fáu sem finnast, virðast mjög frjósamar, en ekki sérlega afurðamiklar. Þokki er síðan notaður á sæð- ingarstöð í 5 vetur og munu hafa fæðzt undan honum fleiri lömb en nokkrum öðrum íslenzkum hrút, og er hann tví- mælalaust langmesti hrútafaðir á Islandi til þessa. Fjórði hver veturgamall hrútur, sem fyrstu verðlaun hlaut á starfssvæði sæðingarstöðvarinnar haustið 1966, var sonur Þokka. Niðurstöður þær, sem hér birtast, benda til þess, að dætur Þokka séu ekki meira en meðalær til afurða. Þó reynast þær betur en meðálær á Hesti í Borgarfirði og mjög farsælar. Sérstaka athygli vekur hin mikla frjósemi þrevetl- anna vorið 1969. Gyllir 104. Gyllir 104 var frá Syðra-Álandi og hafði verið notaður þar nokkuð áður en hann kom á sæðingarstöðina. Mcðir Gyllis, Gullhúfa 70, var sæmileg afurðaær, en ófrjó- söm og sömu sögu er að segja um dætur hennar, sem er að finna á skýrslu í „Þistli". Dætur Gyllis á skýrslum sauðfjár- ræktarfélaganna eru það fáar, að þær veit engar upplýs- 45

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.