Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 17
Búfjárrœktarstöðin i Lundi.
í nærfellt 15 ár. Á þessum tíma hefir með afkvæmaprófun-
um verið rannsakað erfðaeðli 28 ungnauta. Af þeim hafa
14 reynzt hafa góða arfgenga eiginleika og hafa hlotið 1.
verðlaun fyrir afkvæmi. Hin 14 ungnautin, sem valin voru
til þessara tilrauna, og talin voru álitleg, hafa reynzt vera
með lélegt erfðaeðli eða ónothæf vegna galla sinna.
Með þessum hætd hefir nú hin síðari ár tekizt að velja
og nota á sæðingastöðinni mörg afburðagóð naut, sem bætt
hafa kúastofninn á félagssvæði S. N. E. Þó mun hitt ekki
liafa verið minna virði til góðs árangurs, að tekizt hefir að
fjarlægja og útiloka frá áhrifum þau naut, sem reynd-
ust við tilraunirnar gölluð og léleg og sem hefðu getað vald-
ið miklu tjóni á kúastofninum, því augljóst er, að sum naut,
sem hér hafa verið notuð áður fyrr í góðri trú, hafa í raun-
inni gert að engu allt kynbótastarfið.
Um fyrirkomulag og niðurstöður afkvæmarannsóknanna
á Lundi, sem fram fóru á árunum 1957 til 1959, hefir Ólafur
Jónsson, fyrrv. ráðunautur, skrifað tvær fróðlegar og góðar
ritgerðir, er birtar voru í Ársriti Ræktunarfélags Norður-
lands 1959 og 1960. Vísa ég hér með fróðleiksfúsum lesend-
19