Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 53
Tafla 5. Steinefnamagn í kartöflum úr tilraun á Teigi 1969.
Efnamagn gefið sem prósent af þurrefni.
Fosfór Kalsíum Maguíum Kalíum Natríum
Enginn bóráburður 0,20 0,15 0,16 2,45 0,03
Bóráburður 0,21 0,15 0,14 2,44 0,03
kartaflanna úr tilrauninni á Teigi. Ekki var þó mælt bór.
Rétt þykir að birta þessar niðurstöður hér, þó þær gefi ekki
tilefni til mikilla bollalegginga, en ákvarðanir á steinefna-
magni kartaflna eru fáar hérlendis, og því ekki úr vegi að
sýna það litla, sem gert hefur verið. N iðurstöðurnar eru
settar í töflu 5. Til samanburðar eru teknar bæði tölur yfir
magnið í kartöflum af reituin, sem fengu bóráburð, og þeim,
sem engan fengu.
Eins og tölurnar bera með sér er enginn munur á stein-
efnamagni, hvort heldur bór er borið á eður ei. Athyglis-
vert við steinefnamagn kartaflanna er hið háa kalíummagn,
sem greinilega er bróðurparturinn af ösku kartöflunnar.
Kalsíum og natríummagnið er mjög lágt miðað við það
sem oft finnst í grösum. Eins og þegar hefur verið skráð,
var bórmagn í kartöflunum ekki ákvarðað. Ekki var heldur
mælt bórmagn í mold úr garðinum. Erlendis hefur verið
reynt með ákvörðunum á leysanlegum bór í jarðveginum að
segja fyrir um, hvort nægilega mikið sé af umræddu nær-
ingarefni. Hafa rannsóknir sýnt, að slíkt virðist mögulegt
(4) og (6). Væri æskilegt, ef hægt væri að gera athugun á
því, hvort mæling á bórmagni í íslenzkum jarðvegi gæti
gefið til kynna, hvar um bórskort væri að ræða og hvar ekki.
Er þetta e. t. v. meira knýjandi, ef bórskortur reynist vera
meira útbreiddur í kartöflugörðunum en áður var álitið.
56