Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 86

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 86
verði minnst kr. 1000,00, og mundi það eitt, miðað við þau tillög, sem nú eru, auka tekjur um 1,3 millj. c) Stóraukið skýrsluhald gefur einliverjar tekjur. d) Eitthvað af þeim framlögum, sem hreppabúnaðarfé- lögin fá nú ætti að renna til búnaðarsambandanna. Fleira getur komið til, en gæti þetta gengið, er vandinn yfirunninn að mestu, hvað fjárhagnum viðkemur. Læt ég máli mínu þar með lokið. Allmiklar umræður urðu um erindi Egils, en ekki var um teljandi ágreiningsatriði. Kosin var nefnd til þess að gera tillögur í málinu. Voru kosnir þeir F.gill Bjarnason, Grímur Jónsson og Ævarr Hjartarson. Fundarhlé var gefið rneðan nefndin starfaði. Að loknum nefndarstörfum var fundur settur að nýju og eftirfarandi tillögur lagðar fyrir fund og samþykktar: „Fundur héraðsráðnauta í Norðlendingafjórðungi, hald- inn á Akureyri 29. okt. 1970 telur aðkallandi að stórauka leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði á vegum búnaðarsam- bandanna frá því sem nú er. í því sambandi bendir fundurinn á eftirfarandi: 1. Héraðsráðunautum verði fjölgað það mikið, að starf- andi sé einn héraðsráðunautur fyrir hverja 100 bændur. 2. Héraðsráðunautar annist ekki framkvæmdastjórn fyrir Ræktunarsambönd en sinni öðrum þjónustustörfum, er til falla vegna framkvæmda ýmissa laga, er landbúnaðinn varða. 3. Héraðsráðunautar verði starfsmenn viðkomandi bún- aðarsambands og stjórn hvers sambands ákveði vinnutilhög- un þeirra. 4. 65% kostnaðar af ráðunautaþjónustu búnaðarsam- bandanna (laun, ferðakostnaður og skrifstofuhald) greiðist úr ríkissjóði. Annar kostnaður greiðist af viðkomandi bún- aðarsamböndum. Sem leiðir til tekjuöflunar fyrir samböndin má benda á eftirfarandi: 89

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.