Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 90

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 90
Ræðumaður sagði, að tvöfalda þyrfti það fjármagn, sem veitt væri til rannsókna í landbúnaði og þeirri aukningu í starfseminni ætti fyrst og fremst að beina að lausn brýnna búskaparvandamála, og þær rannsóknir og tilraunir, sem gerðar yrðu, færu að verulegu leyti fram úti um sveitir hjá einstökum bændum. Tvöföldun á núverandi fjármagni til rannsókna er ekki meiri aukning á kostnaði en svo, að eins árs útflutningsupp- bætur nægðu til að greiða aukninguna næstu 10 árin. Það virðist því ekkert glæfrafyrirtæki að leggja út í slíka aukn- ingu, ef minnsta von er til þess, að landbúnaðurinn gæti orðið samkeppnisfær um verð á erlendum mörkuðum, sem afleiðing af auknum rannsóknum. Að erindi Stefáns loknu, tóku þessir til máls: Bjarni Jóns- son, Þorsteinn Davíðsson og Jóhannes Sigvaldason. Gerðu þeir nokkrar fyrirspurnir, er dr. Stefán svaraði. Að lokum þakkaði fundarstjóri dr. Stefáni Aðalsteinssyni fyrir komuna hingað og Jiann fróðleik, er liann flutti. Tekin voru nú fyrir álit nefnda. Egill Bjarnason lagði fram fyrir hönd fjárhagsnefndar fjárhagsáætlanir fyrir Rækt- unarfélag Norðurlands og Rannsóknastofu Norðurlands. — Nokkrar umræður urðu um fjárhagsáætlanirnar. Að þeim loknum voru fjárhagsáætlanirnar samþykktar þannig: FJÁRHAGSÁÆTLUN Fyrir Ræktunarfélag Norðurlands 1971. G j ö 1 d : Kostnaður við Ársritið................. kr. 180.000,00 Framlag til Rannsóknastofu Norðurlands . . — 125.000,00 Fundakostnaður .......................... — 30.000,00 Kostnaður við bókasafn................... — 25.000,00 Ýmis kostnaður........................... — 5.000,00 Samtals kr. 365.000,00 93

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.