Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 84
ÚTDRÁTTUR IJR FUNDARGERÐUM
RÁÐUNAUTAFUNDUR
Ræktunarfélag Norðurlands boðaði ráðunauta á félagssvæði
Ræktunarfélagsins til fundar á Akureyri fimmtudaginn 29.
okt. 1970. Mættu þeir velflestir á fundinn. A fundi þessum
var áfornrað að fjalla um leiðbeiningaþjónustu landbúnaðar-
ins, og hafði Egill Bjarnason ráðunautur framsögu um þetta
málefni.
Helztu atriði í ræðu lians voru:
1. Gera sér grein fyrir hvers virði það land er, sem bónd-
inn hefur til umráða, því á því grundvallast hugsanlegar
framkvæmdir á jörðinni. Áríðandi er, að uppdráttur sé til af
landinu, er þá liægara að gera sér grein fyrir framkvæmda-
möguleikum, og gera áætlanir fram í tímann.
2. Varðandi búfjárræktina væri áríðandi, að skýrsluhald
yrði almennara en það er nú, og ölI gagnasöfnun og úr-
vinnsla yrði að geta gengið fljótt svo bændur gætu notfært
sér niðurstöður á hverjum tíma sem allra fyrst. Leiðbein-
ingar unr fóðrun og val lífdýra þyrfti að stóraukast.
3. Hagfræðilega þjónustu þarf að stórauka, og mér sýn-
ist að búreikningurinn sé þýðingarmesta gagnið fyrir bónd-
ann og leiðbeiningarþjónustuna. Niðurstöður þessara reikn-
inga gera þó lítið gagn, nema hægt sé að túlka þær ýtarlega
meðal bænda. I þessu sambandi nrá benda á, að trúlegt er,
að bændur verði, áður en langt líður, gerðir bókhaldsskyldir,
en um það eru þó skiptar skoðanir.
4. Leiðbeiningum um vélar og áhöld er áfátt, en þörfin
mjög brýn og fer vaxandi, á því virðist ekki vera vafi.
87