Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 37
miðri sléttunni allvænn hólmi, er nema mundi allt að helm-
ingi hennar, ósleginn. Nú brá svo undarlega við vorið eftir,
að sá hluti sléttunnar, er hann hafði slegið um haustið, stór-
skemmdist af kali, en sá ekkert á því óslegna. Hliðstæð dæmi
munu ekki vandfundin.
Hvað nú sem þessu líður, þá held ég, að bændur þurfi að
skipuleggja notkun túna sinna betur og á annan liátt held-
ur en gert hefur verið, og vil ég í því sambandi benda á
eftirfarandi:
1. Skipta þarf túnunum í hólf þannig, að hægt sé að al-
friða nokkurn hluta þeirra fyrir beit. Þar sé borinn á fullur
áburður eins snemma vors og tíð leyfir. Síðan sé slegið jafn-
skjótt og sæmileg spretta er orðin, og stefnt að því að slá
í annað sinn eigi síðar en í ágústbyrjun. Það hefur oft vakið
undrun mína hve erfiðlega gengur að fá bændur til að hafa
þennan hátt á notkun túnanna, og gildir það sérstaklega um
sauðfjárbeitina. Má vera, að kostnaður við girðingar eigi
nokkurn þátt í því.
2. Sá hluti túnanna, sem er vorbeittur og seint áborinn,
sé sleginn eigi síðar en í byrjun ágústs og aðeins einu sinni.
Eftir sláttinn séu þessi tún svo friðuð að mestu fyrir beit og
stefnt að því, að á þeim verði nokkur háarþeli undir vetur-
inn.
3. Til álita kemur að skipta um notkun hólfanna frá ári
til árs. Þannig, að þau séu friðuð fyrir vorbeit til skiptis.
4. Reynt sé að auka beit í úthaga með uppþurrkun,
áburði o. s. frv., til þess að létta beit af túnunum.
Þótt ég hér hafi lagt til, að hætt sé að beita á túnin að
mestu eða öllu á haustin, þá er það ekki vegna þess, að ég
telji það endilega skaðlegri en vorbeitina, en ég álít, að
auðveldara sé að komast hjá því að beita á túnin á haustin
heldur en á vorin. Stundum eru tún einvcirðungu notuð til
beitar, t. d. fyrir kýr. Þau tún ætti einnig að hvíla að haust-
inu. Þá er líka beitin á þeim orðin léleg og nauðsynlegt
að beita kúm á betri haga, svo sem grænfóður. Því miður
verður að játa, að hér skortir algerlega samanburð á mismun-
andi notkun túna.
40