Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 70
ræmd með tilliti til staðar og meðferðar á hverjum tíma.
Þessu atriði verða gerð betri skil síðar í greininni.
Nokkrar efnagreiningar hafa verið gerðar á próteinmagni
frá sumrunum 1969 og 1970, en þeim verður ekki gerð skil
hér að þessu sinni, þar eð þeim er ekki að fullu lokið.
Þá voru unr 100 heysýni efnagreind fyrir snefilefnunum
kopar (Cu), sínki (Zn), járni (Fe) og mangan (Mn), en út-
reikningum að mestu ólokið, þegar þetta er skrifað. Þó skal
til gamans gefið upp meðaltal 14 sýna víðs vegar af Norður-
landi (þó einkum úr Eyjafirði). Magnið er gefið upp í hlut-
um af milljón (ppm = pars per million, þannig er 900 ppm
af Fe sama og 0,09%):
Kopar . 6,1 (sveifla 3,6- 8,2)
Sínk . 33 ( - 25 - 55)
Járn . 210 ( - 65 - 900)
Mangan . 84 ( - 34- 253)
Þar sem hér er um svo til algjörar frumrannsóknir
ræða, skal ekki fjallað um þessar tölur að sinni.
Aðrar ejnagrei>iingar: Blóð og mjólk nautgripa var lítil-
lega rannsakað veturinn 1969—1970 á nokkrum bæjum í
sambandi við óþekkta(n) kvilla, einkum með tilliti til fos-
fórs, kalís og natríums. Samkvæmt niðurstöðum þessum, og
þó einkum vegna lágs kalímagns í heyi á þessum bæjum,
var gerð athugun með að gefa kúm þar kalísölt, einkum
kalíklóríð.
Á þrem þessara bæja urðu greinileg batamerki, en á öðr-
um litlar sem engar, en fyllsta ástæða þótti til að rannsaka
þetta nánar.
I framhaldi af þessu var gerð allumfangsmikil rannsókn
á Bringu í Eyjafirði, með því að gefa kúm seleníum, þar eð
ýmislegt benti til, að um skort á þessu snefilefni væri að
ræða. Þar sem ekki voru tök á að efnagreina fyrir seleníum
að svo stöddu, var horfið til þess ráðs að fylgjast með kals-
íum-, fosfór-, kalí- og natríummagni í þvagi gripanna og
sýrustig þess mælt. Til samanburðar voru gerðar sams konar
73