Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 45
JÓHANNES SIGVALDASON:
RANNSÓKNIR Á BÓRSKORTI
I KARTÖFLUGÓRÐUM
I. TILRAUN MEÐ BÓRÁBUR© Á KARTÖFLUR 1969
INNGANGUR
Fáar eru heimildir um bórskort hér á landi. í smápistlum í
Frey frá 1951 og 1962 (1), (2) er bent á, að bór sé næringar-
efni og nauðsynlegt að bera það á hér á landi við kál og
rófnarækt. Ekki er þó þarna um neinar tilraunaniðurstöður
að ræða, heldur er hér ritað af almennri þekkingu á bór-
skorti eins og hún var á þessum tímum. í Handbók bænda
(3), og einnig í kennslubók í áburðarfræði (5), sem kennd
er við bændaskólana, er rætt um nauðsyn þess að bera bór
á land, sem í á að rækta kál eða rófur. Ekki er þó í þessum
bókum vitnað í neinar innlendar tilraunaniðurstöður varð-
andi bórskort í kál- eða rófnagörðum. Mun hér vera stuðzt
við þá þekkingu, sem við höfum á skortseinkennum fyrir bór
hjá umræddum plöntutegundum og þá reynzlu þeirra bænda
hérlendis, sem þessar jurtir rækta, að nefnd skortseinkenni
eru oft mjög áberandi, ef ekki er borið á bór, oft svo afger-
andi, að stórt uppskerutjón hlýzt af, ef ekkert er að gert.
Þrátt fyrir það, að svo heppilega vill til, að skortseinkenni
fyrir bór í káli og rófum séu nokkuð glögg og lækning vís
ef notaður er bóráburður, er það varla vanzalaust að láta
undir höfuð leggjast að gera tilraunir með bóráburð á nefnd-
48