Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 5
GUÐMUNDUR FINNBOGASON FYRRVERANDI LANDSBÓKAVÖRÐUR andaðist á Sauðárkróki 17. júlí 1944, 71 árs að aldri. Hann var fæddur á Arnstapa í Ljósavatnsskaröi 6. júní 1873 og ólst þar upp hjá fátækum foreldrum, Finnboga bónda Finnbogasyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Tíu ára gamall fluttist hann að Möðrudal á Fjöllum til fóstursystur föður síns, Arnfríðar Sigurðardóttur, og manns hennar, Stefáns bónda Einarssonar. Hjá þeim hjónum dvaldist hann til 17 ára aldurs við smalamennsku og önnur sveitastörf. Á þessum árum naut hann nokkurrar tilsagnar hjá síra Hannesi Þorsteinssyni, er þá var sóknar- prestur þar á Fjöllunum. Vaknaði þá löngun hans til frekara náms og réð hann af að skrifa síra Einari Jónssyni í Kirkjubæ og biðja hann að taka sig til kennslu. Svar síra Einars kom eigi svo fljótt sem Guðmundur vildi. Tók hann sér því ferð á hendur á fund síra Einars. Þegar þangað kom, horfði eigi vænlega um fyrirætlanir smalans frá Möðrudal, því að prestur hafði þegar sent svar við bréfi hans og neitaði að taka við honum til kennslu. Þó rættist betur úr en áhorfðist, því að eftir að Guðmundur hafði talað fyrir máli sínu, snerist presti hugur. Lauk fundi þeirra svo, að hann lofaði að búa Guðmund undir latínuskólanám. Skömmu síðar fluttist Guðmundur frá Möðrudal að Kirkjubæ til síra Einars. Vann hann hjá presti á sumrum, en stundaði námið á vetrum. Eftir tveggja vetra nám settist hann í þriðja bekk latínuskólans og lauk þar stúdentsprófi vorið 1896 með ágætis- einkunn. Mun síra Einar hafa stutt hann eitthvað fjárhagslega fyrsta skólaárið, en eftir það vann hann fyrir sér með kaupavinnu og kennslu. Guðmundur taldi sig eiga síra Einari mikið að þakka og minntist hans jafnan með hlýhug og virðingu. Að loknu stúdentsprófi hóf Guðmundur nám í Kaupmannahafnarháskóla og lauk meistaraprófi í heimspeki vorið 1901. Fjögur næstu ár naut hann styrks frá Alþingi til þess að kynna sér uppeldis- og fræðslumál. Ferðaðist hann þá allmikið þeirra erinda hæði erlendis og innanlands. Á þessu tímabili skrifaði hann fyrstu bók sína, Lýðmennt- un, sem út kom á Akureyri 1903. Hann samdi fyrir stjórnina lög og reglugerðir um skóla og fræðslumál, og var talið, að hann mundi verða skipaður fræðslumálastjóri, en úr því varð þó eigi. Árið 1907 fékk Guðmundur styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar til fjögurra ára heimspekináms. Dvaldist hann þau ár í Kaupmannahöfn, París og Berlín, en ferðaðist

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.