Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 5
GUÐMUNDUR FINNBOGASON FYRRVERANDI LANDSBÓKAVÖRÐUR andaðist á Sauðárkróki 17. júlí 1944, 71 árs að aldri. Hann var fæddur á Arnstapa í Ljósavatnsskaröi 6. júní 1873 og ólst þar upp hjá fátækum foreldrum, Finnboga bónda Finnbogasyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Tíu ára gamall fluttist hann að Möðrudal á Fjöllum til fóstursystur föður síns, Arnfríðar Sigurðardóttur, og manns hennar, Stefáns bónda Einarssonar. Hjá þeim hjónum dvaldist hann til 17 ára aldurs við smalamennsku og önnur sveitastörf. Á þessum árum naut hann nokkurrar tilsagnar hjá síra Hannesi Þorsteinssyni, er þá var sóknar- prestur þar á Fjöllunum. Vaknaði þá löngun hans til frekara náms og réð hann af að skrifa síra Einari Jónssyni í Kirkjubæ og biðja hann að taka sig til kennslu. Svar síra Einars kom eigi svo fljótt sem Guðmundur vildi. Tók hann sér því ferð á hendur á fund síra Einars. Þegar þangað kom, horfði eigi vænlega um fyrirætlanir smalans frá Möðrudal, því að prestur hafði þegar sent svar við bréfi hans og neitaði að taka við honum til kennslu. Þó rættist betur úr en áhorfðist, því að eftir að Guðmundur hafði talað fyrir máli sínu, snerist presti hugur. Lauk fundi þeirra svo, að hann lofaði að búa Guðmund undir latínuskólanám. Skömmu síðar fluttist Guðmundur frá Möðrudal að Kirkjubæ til síra Einars. Vann hann hjá presti á sumrum, en stundaði námið á vetrum. Eftir tveggja vetra nám settist hann í þriðja bekk latínuskólans og lauk þar stúdentsprófi vorið 1896 með ágætis- einkunn. Mun síra Einar hafa stutt hann eitthvað fjárhagslega fyrsta skólaárið, en eftir það vann hann fyrir sér með kaupavinnu og kennslu. Guðmundur taldi sig eiga síra Einari mikið að þakka og minntist hans jafnan með hlýhug og virðingu. Að loknu stúdentsprófi hóf Guðmundur nám í Kaupmannahafnarháskóla og lauk meistaraprófi í heimspeki vorið 1901. Fjögur næstu ár naut hann styrks frá Alþingi til þess að kynna sér uppeldis- og fræðslumál. Ferðaðist hann þá allmikið þeirra erinda hæði erlendis og innanlands. Á þessu tímabili skrifaði hann fyrstu bók sína, Lýðmennt- un, sem út kom á Akureyri 1903. Hann samdi fyrir stjórnina lög og reglugerðir um skóla og fræðslumál, og var talið, að hann mundi verða skipaður fræðslumálastjóri, en úr því varð þó eigi. Árið 1907 fékk Guðmundur styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar til fjögurra ára heimspekináms. Dvaldist hann þau ár í Kaupmannahöfn, París og Berlín, en ferðaðist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.