Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 5
ANNEMARIE LORENTZEN, AMBASSADOR NORÐMANNA
Avarp
Flutt við afhendingu þjóðargjafar Norðmanna 11. seþtember 1978
Mér er það í senn mikill heiður og ánægja að mega verða til þess að
afhenda hér í dag í nafni Norska stórþingsins hátíðargjöf Norðmanna
til Islendinga. Mér finnst ég vera persónulega bundin þessari gjöf, þar
sem ég sat á því þingi, er tillögu gerði 1972 um kveðju sem þessa til
íslands, og síðar átti ég sæti í ríkisstjórn þeirri, er beitti sér fyrir
nauðsynlegri fjárveitingu í þessu skyni.
Nú getum við að vísu sagt, að umrædd gjöf hafí í rauninni þegar
verið gefin.
Tryggve Bratteli tók sem forsætisráðherra Norðmanna þátt í há-
tíðahöldunum á 11 alda afmæli Islandsbyggðar sumarið 1974. Hann
ílutti ávarp í hádegisverðarboði íslenzka forsætisráðherrans 29. júlí. I
því ávarpi lýsti hann þeirri gjöf, sem nú kemur í minn hlut að afhenda
hér í dag. Bratteli tengdi saman norsku gjaflrnar þrjár: Ferðasjóðinn
að upphæð eina milljón norskra króna, sem auðvelda ætti Islendingum
að heimsækja Noreg, gjöf norsku skógræktarsamtakanna, fræöflunar-
stöðina í Etne á Hörðalandi, og þessa sérstöku gjöf, sem hér blasir við í
dag, hið myndofna teppi. Hann lauk máli sínu með þessum orðum:
,,Það er von vor, að ferðasjóðurinn, myndvefnaðurinn og skógurinn
megi verða til að minna á og styrkja aldagömul vináttubönd Is-
lendinga og Norðmanna.“
Mig langar nú, við þetta tækifæri, að segja nokkur orð til viðbótar.
Það var ekki að ástæðulausu, að hugmyndin um teppi, er hanga
skyldi í Þjóðarbókhlöðu, vakti slíka hrifningu, að dugði til að hrinda
henni í framkvæmd.
Aföllum hinum sameiginlega arfi þjóða vorra kveður mest að bók-
menntunum og þær enda kunnastar síðari kynslóðum. Þeir, sem flutt-
ust frá Noregi til íslands á landnámsöld eða síðar, tóku mál og annan
menningararf með sér að heiman, og sambandið við Noreg rofnaði
ekki, þrátt fyrir brottflutninginn.