Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 6
6
ANNEMARIE LORENTZEN
Báðar þjóðirnar urðu kristnar um svipað leyti, og menningar-
samband þeirra styrktist, þegar íslenzka kirkjan tengdist erkibiskups-
stólnum í Niðarósi 1153, og enn meir, eftir að Islendingar gengu
Noregskonungi á hönd 1262.
Miðaldabókmenntir á norrænu máli eru að mestu ritaðar af ís-
lendingum, og sumt í bókmenntum Norðmanna sjálfra er nú einungis
varðveitt í íslenzkum handritum.
Þekking vor á eddukvæðum er reist á íslenzkum handritum, en
grundvöllur mikils hluta þeirra er norskur. Þótt þau hafi tekið stakka-
skiptum og séu að nokkru ort að nýju á Islandi, fáum vér í þeim skynjað
þann kveðskap, sem einnig lifði áfram í Noregi langt frameftir miðöld-
um.
Sagnaritarar sem Sæmundur fróði, Ari fróði, Eiríkur Oddsson og
Karl ábóti Jónsson, handrit á borð við Morkinskinnu og Fagurskinnu,
íslenzku skáldin við hirðir Noregskonunga, og síðast, en ekki sízt
Snorri Sturluson, hafa gert sitt til, að vér eignuðumst í riti veigamikla
þætti norskrar sögu. I Islendinga sögum er einnig lýst mjög aðstæðum í
Noregi. Þegar allt kemur til alls, eru norsk og íslenzk menning ofin
saman mörgum þráðum, þykkum og þunnum, sýnilegum og ósýnileg-
um. Norska gjöfin til Islands hlaut því að verða vefnaður, og hann
verður að hanga, þar sem ritað mál er varðveitt - í Þjóðarbókhlöðu.