Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 8
HARALD L. TVETERÁS Ibsensrannsakendur og Henrik Ibsen Fyrirlestur fluttur í Háskóla íslands 11. september 1978 9 Norska kennslumálaráðherranum Kjðlv Egeland var fyrir nokkru falið það ljúfa verkefni að fylgja úr hlaði hinni fyrstu í flokki sýninga á Ibsensleikritum í Pjóðleikhúsinu í Ósló. Eins og títt er um Roglend- inga, er honum aldrei orðs vant, en í þetta sinn varð hann að játa, að sér væri örðugt um mál. Hann hefði ekki neitt nýtt fram að færa um 150 ára afmælisbarnið Henrik Ibsen. Allt hefði verið sagt um hann, sem hugs- azt gæti. Sem betur fór, datt Kjölv Egeland í hug, að Ibsen kynni sjálfur að luma á einhverju spaklegu, sem menn hefðu gleymt - og í ljós kom, að þar átti hann kollgátuna. Hjá Ibsen er ýmislegt að finna, sem hann hefur sagt eða skrifað, en mönnum þó skotizt yfir. Og um það ræddi kennslumálaráðherrann. Þegar þess var farið á leit við mig, að ég flytti fyrirlestur við Háskóla Islands um Ibsen, varð mér hugsað til Kjölv Egelands. Þó ekki vegna þess, að það freistaði mín að fara að dæmi ráðherrans, nei, honum var aðeins falið að tala í fimm mínútur, en ég get fagnað því að mega tala mun lengur. Og nú kemur mér í hug, hvort ekki sé ráð að snúa sér milliliðalaust til Ibsens sjálfs, en ekki til túlkenda hans, sem skipta orðið þúsundum. En með túlkendum - eða Ibsensrannsakendum eins og ég hef kallað þá hér-, á ég ekki aðeins við þá, sem starfa á vísinda- legum grundvelli, heldur einnig hina, sem fjallað hafa um Ibsen á marktækan hátt á ýmsum tímabilum, gagnrýnendur, leikhúsfólk og aðra. En skilningur þeirra allra og viðhorf eru til komin við könnun og athuganir, eru með öðrum orðum reist á öllu því, sem á vorum verð- bólgutímum kallast rannsókn. Fyrir mér vakir, að fá Ibsen sjálfum orðið, svo að hann geti staðið fyrir máli sínu gagnvart þeim, sem hafa látið orð falla um hann, þannig að úr því verði nokkurs konar samræður milli málsaðila. Þeir standi þá jafnfætis - rannsakendurnir-, ef ég má nefna þá svo, og höfundur skáldverkanna. Nú er það engan veginn svo, að höfundur afsali sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.