Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 11

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 11
IBSENSRANNSAKENDUR OG HENRIK IBSEN 11 leiklistarlífi einmitt ekki afslíkum tilraunum. En þá var Johan Ludvig Heiberg liðinn. Ibsen lærði af bókmenntalegum ósigrum sínum, en vandamál hans voru fyrst og fremst persónuleg. A þeim var erfitt að sigrast. I bréfi frá Björnson 1859, þar sem hann kynnir Ibsen fyrir dönskum vini sínum, Clemens Petersen, sem þá var helzti bókmenntagagnrýnandi samtím- ans, segir hann: ,,Eg vona, að mér takist að fá hann til að snúa sér að sjálfum sér og frá þessari bannsettu eftirlíkingu. Þann dag, sem Ibsen horfist í augu við smæð sína, verður hann jafnskjótt elskulegasta skáld. Þetta hef ég sagt við hann hispurslaust, en hef ekki haft annað en afbrýðisemi upp úr því. Hann hefur valdið mér margs konar óþægind- um, og þeim linnir ekki. Nú er þess líka að gæta, að hann er nánast rindilslegur í vexti, rasslaus og flatbrjósta.“ Óneitanlega sýnist Ibsen rindilslegur í samanburði við Björnson bæði í sjón og þó ekki síður vegna feimni sinnar og hikandi framkomu. Margir, sem þekktu hann á þeim árum, minnast á þetta, þeir gerðu sér í rauninni ekki háar hugmyndir um hann. Meira að segja tengdamóðir hans, Magdalene Thoresen, skrifar um hann á Björgvinjarárum hans, að hann líkist helzt litlu fælnu múrmeldýri. Framkoma hans var á einhvern hátt klaufaleg og angistarfull, hann var hræddur við að vekja aðhlátur og vera allra gagn. Hann bar takmarkalausa lotningu fyrir fínu fólki og grónu. Það leyndi sér ekki, að honum fannst hann vera utangarðs í félagsskap hinna útvöldu, en hann sjálfur í hálfgerðu uglulíki. Það, sem hún áttaði sig ekki á, var takmarkalaus metnaður hans og trú á sjálfum sér. Vorið 1850, þegar hann fór alfarinn að heiman í Skien og kvaddi fjölskyldu sína, trúði hann systur sinni, Hedvig, fyrir þeim háu hugmyndum, sem hann gerði sér um sjálfan sig, og öllu því, sem hann ætlaði að koma til leiðar. - ,,Og hvað svo, þegar þú hefur náð þessu takmarki,“ spurði hún. Þá svaraði hann í fornsagnastíl: „Þá er ekki annað eftir en að deyja.“ Hér komum við að því, sem átti sinn þátt í því að leysa úr læðingi sköpunarmátt hans, hinni innri spennu milli köllunar og sigurvissu annars vegar og óttanum við ósigur hins vegar. Hjá Björnson samein- aðist líf og skáldskapur í eitt, það var þessi heilsteypta eining, sem Ibsen dáðist svo að hjá Björnson. Honum urðu andstæðurnar í eigin brjósti ljósari við þennan samanburð. Eftir dvöl hans hjá Björnson nokkra sólheita sumardaga í Björgvin 1863 tók líf hans aðra stefnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.