Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 13
IBSENSRANNSAKENDUR OG HENRIK IBSEN 13 Henrik Ibsen Þegar Pétur Gautur kom út haustið 1867, var fjallað um bókina í dagblöðum á þann hátt, að hún væri ádeila á norskt samfélag. Að vissu leyti var það rétt, en verkið var annað og meira. Ibsen tók alltaf nærri sér, þegar gagnrýnendur heima í Noregi skildu hann ekki, honum fannst það bera vott um þröngan sjónhring og öfund. Sem betur fór, stóð Björnson með „Pétri Gauti“, hann var þá staddur í Kaupmanna- höfn, en skrifaði heim um þessa nýju bók Ibsens afmikilli hrifningu. Af þessu ályktaði Ibsen sem svo, að Clemens Petersen væri á sömu skoðun og það hefði kannski mest að segja fyrir hann. Allt var undir því komið að slá í gegn í Danmörku. En Clemens Petersen kunni ekki að meta „Pétur Gaut“, þetta væri ekki skáldskapur, vegna þess að hann braut í bág við of margar reglur skáldskaparins. En Clemens Petersen lét líka falla vinsamleg orð um verkið. Eg ætla þó ekki að fara út í þá sálma hér, það skiptir ekki miklu máli í dag. Það sem skiptir máli er, hvernig Ibsen brást við þessu.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.