Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 15
IBSENSRANNSAKENDUR OG HENRIK IBSEN 15 leyti, sem Rosmersholm var í sköpun, en í dag er álit mitt ekki jafn ótvírætt og þá. Ibsen notaðist nefnilega við fleiri en eina fyrirmynd að persónum sínum, og sú veigamesta var hann sjálfur. Kroll rektor í umræddu leikriti er á vissan hátt samsvarandi persóna Rosmer sjálfum, en sver sigjafnframt í ætt við Ibsen. Aföllum þeim leiksýning- um, sem hafa verið settar á svið þetta afmælisár, er ein, sem sver sig umfram aðrar í ætt við Ibsen og anda hans, nefnilega ,,Pétur Gautur“, sem leikinn var á Rogalandsleikhúsi. Þar er ferill Péturs Gauts til sjálfsskynjunar rakinn á dramatískan hátt, og líta má á ýmsar persónur leikritisins sem hluta af Pétri sjálfum. Þau sýna okkur Pétur Gaut frá ýmsum hliðum. Sum þessara hlutverka eru því leikin afeinum og sama leikaranum. Annað mikilvægt atriði við sýninguna var, að megin- áherzlan var lögð á það, sem við auganu blasir. Við getum sagt, að hinn dramatíski skáldskapur, sem Clemens Petersen afneitaði, felist í því að yrkja á myndmáli og bregða upp fyrir sjónum okkar háttbundnu sjónarspili. Og hér vil ég leyfa mér að vitna í ræðu, sem Ibsen hélt 1874. Hann var á skyndiferð heima í Noregi og beið þess með eftirvæntingu, hverjar viðtökur hann fengi. Af leikdómum og ýmsu öðru hafði hann á til- finningunni, að hann nyti ekki eintómrar aðdáunar heima fyrir. Þá brá svo við, að stúdentar tóku á móti honum með fánaborg og hann komst ekki hjá því að ávarpa þá nokkrum orðum. Undir það var hann að vísu búinn, hann var ekki einn af þeim, sem gátu haldið ræður innblásnar af augnabliks stemningu. Að þessu leyti var hann jafn ólíkur Björnson sem í öðru. Hvert orð af munni hans varð að vega og meta. Hann var óvenjulega opinskár, hóf mál sitt með því að lýsa kvíða sínum og efasemdum á leiðinni, en fór svo nánar út í afstöðu sína til heima- landsins. Síðan varpar hann fram spurningunni: „Hvað felst í því að yrkja? Fyrir mér rann það upp seint og um síðir, að það að yrkja sé fyrst og fremst að sjá, en vel að merkja að sjá á þann hátt, að áhorfandinn geti tileinkað sér það, sem ber fyrir augu skáldsins. En á þann hátt getur sá einn séð og aðrir tekið við því, að það byggi á persónulegri reynslu. Og þessi persónulega reynsla er einmitt sjálfur lykillinn að skáldskap nýja tímans. Allt, sem ég hef ort á síðastliðnum tíu árum, er reist á eigin andlegri reynslu minni. En ekkert skáld getur eitt og einangrað öðlazt lífsreynslu. Lífsreynsla skálds byggist á því sama, sem samtíðarmenn lifa og hrærast í. Því væri honum ekki gefin sjón, hvernig ætti þá að smíða skilningsbrúna milli veitandans og þiggjendanna? Og hvað er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.