Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 16
16
HARALD L. TVETERÁS
það þá úr lífsreynslu minni, sem verður mér að yrkisefni? Það spannar
yfir vítt svið. Sumpart hef ég ort um það, sem ég hef aðeins séð bregða
fyrir í huga mér á háleitustu stundum mínum heillandi og mikilfeng-
legt. Eg hef ort um það, sem segja má að standi ofar daglegu lífi mínu,
ég hef ort um það til að setja mér það skýrt og eftirminnilega fyrir
sjónir. En mér hefur líka orðið hið gagnstæða að yrkisefni, ég hefort um
það, sem við nánari könnun reynist sori og botnfall í eigin skaphöfn. I
slíku tilviki hef ég ort mér til andlegrar hressingar, og mér hefur fundizt
ég koma úr því baði hreinni, heilli og frjálsari. Já, herrar mínir [í þá
daga voru engir kvenstúdentar], ekkert skáld getur gert sér fulla grein
fyrir því, að hve miklu leyti það hefur sótt fyrirmyndir sínar í eigin
barm að minnsta kosti af og til. Og hver er sá á meðal vor, sem oft og
tíðum kannast ekki við í sjálfúm sér andstæður orðs og æðis, viljans og
skyldunnar eða yfirleitt milli lífs og lærdóms. Og hver er sá á meðal vor,
sem hefur ekki á stundum verið sjálfum sér nógur og þá í eigingirni
sinni blekkt sjálfan sig og fegrað þetta samband bæði í eigin augum og
annarra?“
Það eru þrjú atriði, sem vert er að leggja áherzlu á. I fyrsta lagi, að
Henrik Ibsen leitaði og fann oft í sjálfúm sér fyrirmynd persóna sinna, í
öðru lagi, að hann notaði til persónusköpunar það, sem hann fann
neikvæðast í sjálfúm sér, og hlííði sér ekki. Og svo í þriðja lagi nýjungin
í skáldskap hans, það að sjá.
Það leið langur tími, áður en þessi skilningur væri viðtekinn sem vert
var af Ibsens sérfræðingum og í leikhúsunum. Sumir munu heldur
aldrei koma auga á þetta, því að þeir eru þannig gerðir, þeir skynja ekki
umheiminn á sjónrænan hátt. Fyrir höfund sjónleiks, verks, sem er
samið til að sýna á sviði, er það vitaskuld meginatriði í stóru sem smáu,
að það sjáist ljóslifandi, sem í textanum felst. Sama á við önnur skáld,
hvort sem þau skrifa í lausu eða bundnu máli. Það er engin tilviljun, að
svo mörg ljóðskáld hefja feril sinn sem listmálarar eða teiknarar, eins
og Henrik Ibsen. Ég nefni hér aðeins Henrik Wergeland. Á hinn
bóginn eru margir listmálarar svo snjallir rithöfundar, að þeir eins og
vega salt milli tveggja listgreina, og get ég þar tekið úr norskri listasögu
þá Christian Krohg og Christian Skredsvig. Hægt væri að nefna miklu
ileiri. Um Henrik Ibsen vitum við, að hann hafði frábæra sjón. Hann
gat lýst hlutum, sem hann hafði séð mörgum árum áður.
Einu sinni í Róm hitti hann ungan norskan rithöfund, sem kvartaði
yfir lélegu húsnæði, sem hann bjó í. Ibsen spurði hluttekningarfullur,
hvernig herbergi hans liti út, hvernig veggfóðrið væri á litinn. Nei, ungi