Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 17

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 17
IBSENSRANNSAKENDUR OG HENRIK IBSEN 17 maðurinn mundi það ekki. Þá kom svipur á Ibsen. Hann hreytti úr sér: ,,Það getur enginn ort, sem ekki getur séð og munað litinn á veggfóðr- inu á herbergi sínu.“ Við borðhald eitt sinn sneri hann sér að dömunni við hlið sér og hvíslaði: „Sjáið þér konuna þarna dálítið frá okkur, hún er með hendur Nóru.“ En svo bætti hann þegar við: , Já, en þetta er nú ekki Nóra.“ Hann var farinn að skynja Nóru á svo raunverulegan hátt, að hann þekkti hendur hennar. Notkun Ibsens á táknmáli í skáldskap sínum hefur á síðari árum vakið mikinn áhuga hjá rannsakendum hans, og má í því sambandi geta sérstaklega ritsmíðar eftir Englendinginn John Northam „Ibsen’s Dramatic Method“ (1952). Þar fáum við tækifæri til að lifa og skynja með Ibsen sjálfum það, sem fram fer á sviðinu. Hvíta prjónlesið í höndum Rebekku (í ,,Rosmersholm“) táknar sömu öfl að verki og fossinn og „hvítu hestarnir“. Ognvekjandi spennan stígur og hnígur í samræmi við það, hvernig hún handleikur prjónlesið eða leggur það frá sér. Þessi sjónleiksatriði ásamt texta skila sér til okkar í dag á táknmáli, sem liggur ljóst fyrir. Þetta hefur í för með sér, að bilið milli fyrri skáldverka Ibsens og samfélagsleikritanna hefur mjókkað. Dramatísk- ur þungi verksins sameinar raunsæjar lýsingar og skáldlegar hugsýnir, svo að úr verður lifandi samspil mynda og texta. En hvar er þá ógnarbíldur samfélagsins og stríðsmaðurinn, kunnum við að spyrja. Allt frá fyrstu stundu hefur Ibsen verið mest í mun að setja fram skoðanir sínar, lífspeki, siðrænan og félagslegan boðskap. Sjálfur hefur hann margsinnis mótmælt því, að hann væri boðberi eins eða neins. Leikrit hans fjölluðu um fólk. Hann byggði ekki á neinni heimspeki og hefði ekki boðað nein sannindi, eins og hann orðaði það einu sinni. Leikrit hans enduðu oft á ósvaraðri spurningu, og honum gramdist, þegar honum voru eignaðar skoðanir, sem fram komu hjá persónum í leikritum hans. Eitt sinn, þegar menntaskólanemi spurði hann, hvernig bæri að skilja „Rosmersholm“, svaraði Ibsen mjög vingjarnlega, að leikritið tæki til meðferðar þá baráttu, sem hver hugsandi maður ætti í við sjálfan sig, til að samstilla lífsitt óskum og þrám sínum. Og hann bætti við: „Ymis andleg starfsemi þróast ekki jafnt og þétt í sömu mann- eskju. Menn haga sér eftir því, hvernig vindurinn blæs. En siðgæðis- vitundin, „Samvizkan“, er aftur á móti mjög íhaldssöm. Hún stendur djúpum rótum í lífsháttum manna frá fyrri tíð, og erfðavenjum.“ 2

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.