Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 17

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 17
IBSENSRANNSAKENDUR OG HENRIK IBSEN 17 maðurinn mundi það ekki. Þá kom svipur á Ibsen. Hann hreytti úr sér: ,,Það getur enginn ort, sem ekki getur séð og munað litinn á veggfóðr- inu á herbergi sínu.“ Við borðhald eitt sinn sneri hann sér að dömunni við hlið sér og hvíslaði: „Sjáið þér konuna þarna dálítið frá okkur, hún er með hendur Nóru.“ En svo bætti hann þegar við: , Já, en þetta er nú ekki Nóra.“ Hann var farinn að skynja Nóru á svo raunverulegan hátt, að hann þekkti hendur hennar. Notkun Ibsens á táknmáli í skáldskap sínum hefur á síðari árum vakið mikinn áhuga hjá rannsakendum hans, og má í því sambandi geta sérstaklega ritsmíðar eftir Englendinginn John Northam „Ibsen’s Dramatic Method“ (1952). Þar fáum við tækifæri til að lifa og skynja með Ibsen sjálfum það, sem fram fer á sviðinu. Hvíta prjónlesið í höndum Rebekku (í ,,Rosmersholm“) táknar sömu öfl að verki og fossinn og „hvítu hestarnir“. Ognvekjandi spennan stígur og hnígur í samræmi við það, hvernig hún handleikur prjónlesið eða leggur það frá sér. Þessi sjónleiksatriði ásamt texta skila sér til okkar í dag á táknmáli, sem liggur ljóst fyrir. Þetta hefur í för með sér, að bilið milli fyrri skáldverka Ibsens og samfélagsleikritanna hefur mjókkað. Dramatísk- ur þungi verksins sameinar raunsæjar lýsingar og skáldlegar hugsýnir, svo að úr verður lifandi samspil mynda og texta. En hvar er þá ógnarbíldur samfélagsins og stríðsmaðurinn, kunnum við að spyrja. Allt frá fyrstu stundu hefur Ibsen verið mest í mun að setja fram skoðanir sínar, lífspeki, siðrænan og félagslegan boðskap. Sjálfur hefur hann margsinnis mótmælt því, að hann væri boðberi eins eða neins. Leikrit hans fjölluðu um fólk. Hann byggði ekki á neinni heimspeki og hefði ekki boðað nein sannindi, eins og hann orðaði það einu sinni. Leikrit hans enduðu oft á ósvaraðri spurningu, og honum gramdist, þegar honum voru eignaðar skoðanir, sem fram komu hjá persónum í leikritum hans. Eitt sinn, þegar menntaskólanemi spurði hann, hvernig bæri að skilja „Rosmersholm“, svaraði Ibsen mjög vingjarnlega, að leikritið tæki til meðferðar þá baráttu, sem hver hugsandi maður ætti í við sjálfan sig, til að samstilla lífsitt óskum og þrám sínum. Og hann bætti við: „Ymis andleg starfsemi þróast ekki jafnt og þétt í sömu mann- eskju. Menn haga sér eftir því, hvernig vindurinn blæs. En siðgæðis- vitundin, „Samvizkan“, er aftur á móti mjög íhaldssöm. Hún stendur djúpum rótum í lífsháttum manna frá fyrri tíð, og erfðavenjum.“ 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.