Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 19

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 19
VILHJÁLMUR BJARNAR ✓ Avarp Flutt við ajhendingu Alþingisbókahandrita í Þjóðskjalasafni íslands 6. janúar 1978 Mér er sönn ánægja að því að vera staddur hér í dag í Þjóðskjalasafni Islands. Aður en ég vík fáum orðum að erindi mínu hingað í safnið, vildi ég mega færa Menntamálaráðuneytinu alúðarþakkir fyrir þann heiður, sem það hefur auðsýnt mér með því að bjóða mér hingað til lands í sambandi við aldarafmæli Halldórs heitins Hermannssonar - og þó einkum og sér í lagi fyrir þá viðurkenningu, sem í heimboðinu felst, í garð þeirrar stofnunar, sem ég starfa við, fyrir þau fræðistörf og kynningu íslenzkrar menningar, sem þar hafa verið innt af höndum á liðnum árum. Anægja mín í dag er að því skapi meiri sem ég hafði aðstöðu til þess að koma hingað færandi hendi. Vil ég geta þess í því sambandi, að Halldór segir frá því í grein um Willard Fiske, að eitt sinn, er honum barst tilboð um að festa kaup á handritum, hafl hann beðið sig að skila því til bjóðandans, að honum - Fiske - fyndist réttast, að handritasöfn fengju að vera kyrr í því landi, þar sem handritin voru upprunnin og mundu koma að mestum notum. Það er því í anda stofnanda Fiske-safnsins í Iþöku, að ég afhendi þjóðskjalaverði í dag 37 handskrifaðar Alþingisbækur frá tímabilinu 1667 til 1762. Af hálfu forráðamanna Cornell-háskólabókasafnsins á gjöfin að vera vottur þess vináttusambands, sem ríkir milli Banda- ríkjanna og Cornell-háskólans annars vegar og Islands hins vegar- og þá sérstaklega milli hins íslenzka Fiske-safns og safna á Islandi. Jafn- framt vil ég taka það fram, að háskólabókasafnsstjórnin metur mikils þann stuðning og margvíslega fyrirgreiðslu, sem ýmsir aðilar hér á landi hafa veitt safninu, svo sem Menntamálaráðuneytið með árlegum styrk til bókakaupa hér síðan 1958, meðlimir Bókaútgefendafélagsins með ríflegum afslætti frá bókaverði og ýmsar stofnanir og félög með því að senda safninu rit sín.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.