Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 22

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 22
22 BJARNI VILHJÁLMSSON skipa Alþingisbækur allt til loka virðulegan sess meðal heimildarrita um sögu Islands. Engin stofnun á jafnmikið safn af handritum Alþingisbóka og Þjóð- skjalasafn Islands, enda hefur útgáfa Alþingisbóka Islands, allt frá því að Sögufélagið hófprentun þeirra 1912, verið í meiri eða minni tengsl- um við Þjóðskjalasafnið, og einn af skjalavörðum þess, Gunnar Sveins- son, vinnur nú að útgáfu þeirra. Það er því Þjóðskjalasafninu mikið fagnaðarefni, hvenær sem því bætist nýtt Alþingisbókarhandrit, jafn- vel í ljósriti eða á filmu, hvað þá þegar því er færð slík stórgjöf sem þessi. Eg vil svo að lokum þakka Vilhjálmi Bjarnar innilega fyrir þessa veglegu handritagjöf og bið hann færa forráðamönnum bókasafns Cornell-háskóla, sem lýstu samþykki sínu við þessa gjöf, innilegustu þakkir Þjóðskjalasafns Islands. Fiske-safn hefur bæði fyrr og síðar unnið stórvirki í þágu íslenzkrar bókfræði, bókmenntasögu og sagn- fræði. Megi starfsemi þess enn blómgast. Vilhjálmur Bjarnar, haíðu kæra þökk fyrir komu þína hingað.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.