Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 29

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 29
DAGBÆKUR FINNBOGA BERNÓDUSSONAR 29 Bolungarvíkur frá aldamótum, en þó einkanlega frá byrjun fyrri heimsstyrjaldar. Brimbrjóturinn þar á sér langa sögu, en áreiðanlega er hvergi að finna eins rakta heimild um þá hafnarbót sem í dagbókum Finnboga, og líkt má segja um ýmsa aðra þætti af þróun þessarar gömlu verstöðvar síðustu tvo mannsaldra. í dagbókunum er fjöldi torgætra orða úr veður- og sjómannamáli, og sum líklega aldrei komizt á bók. Einnig bregður þar fyrir margs konar orðafari, og fram á síðustu ár hafa verið að hrökkva upp úr Finnboga gömul, fágæt orð. A einni síðunni 1978 má lesa: ,,Eg svaf illa í nótt og móbakaðist því seint á lappir.“ - Þótt orðaforði hans sé að mestu leyti vestfirzkur, telur Finnbogi þó sitt hvað runnið frá sjómönnum víðs vegar að. Stöku sinnum skýrir hann orðin, sem hann bregður fyrir sig eða hann getur þess hvenær þau hafi verið notuð. Um góðviðri segir hann: „Stendur loft og sjór, eins og sagt var í byrjun þessarar aldar.“ Dagbókarskrif sín byrjar Finnbogi jafnan með veðurlýsingu. Oft er greint frá, hvernig loftvogin hafi staðið og jafnvel ölduhæð. ,,29. nóv. 1917. - Norðan garður í dag, kafaldsryk, grúað loft og 15 stiga frost. Hélzt það óbreytt.“ ,,6. febr. 1923. - Norðan öskrandi rok, aftakabrim með stórstreymi, þreifandi bylur og 8 stiga frost. Víkin er einn hvítur brotskafl, og koma öldurnar hver annarri hrikalegri og ætla allt að gleypa.“ ,,5. okt. 1969. - Svona veðurgeljanda dag eftir dag köllum við hér þráviðri eða þræsing, kuldaþræsing, ef kaldur þurravindur blæs lengi.“ ,,9. nóv. 1969. - Austlægari í kvöld og frostlaust eða svo til. Þetta er ekta fiskigarður, eins og það var kallað fyrrum. Þá skyldi vera hvass- viðri, sjógarður (stórsjór) og frostlítið, enda oftast mestur afli, þegar ótíð er og miðin fá að hvílast.“ Margt segir Finnbogi frá frostavetrinum mikla 1918, m. a. þetta 21. janúar: „Hvítt logn í allan dag og 30 st. frost. Sól sá í dag í 5 mín. á láglendi hér, það er fyrsti sólardagur á árinu. Alltaf harðnar. Nú er Djúpið orðið allagt milli Rits og Stiga, og hvergi vök í. Að sönnu er það ekki þykkur ís, en alls staðar þó lagt, og hefur það aldrei verið fyrri. Nú kvarta líka allir um kulda. Fimmtíu fjölskyldur eru búnar að leita styrks af hreppnum og verða fleiri. Þó eru ekki ástæður betri á Isafirði. Eg hef ekki unnið neitt í dag fyrir kulda sakir, en verið hingað og þangað að verzla hitt og annað, þótt úr litlu sé að spila sem stendur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.