Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 30

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 30
30 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON í þá nálega Qóra áratugi, sem Finnbogi var sjómaður, má lesa í dagbókum hans áþekkt því, sem hér fer á eftir: „21. marz 1938. - Fórum á sjó kl. 4 í nótt og lögðum um Hlíðar eftir Tám og Hnjám 90 lóðir. Lágum yflr í 3 tíma. Logn var, meðan við fórum út og lögðum, en allhvass suðaustan og bylur á meðan við drógum, en hægði, er við vorum á landleið. Komum í land kl. 7. Vorum búnir kl. 8 og komnir heim. Lítið fiskirí hjá okkur í dag, 4000 pd (hæst 9500 pd). Ég fór að sofa kl. 10 í kvöld.“ Tvisvar hefur Finnbogi verið að heiman við störf. Veturinn 1924 var hann á vertíð í Vestmannaeyjum, og geymir dagbók hans margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Þær hefjast með dvöl hans í Reykjavík dagana 15.-22. janúar, en þangað hafði hann ekki komið fyrr. Hann lýsir kynnisferð sinni um bæinn, húsum og söfnum, sem hann skoðar. Olympíunefnd knattspyrnumanna stóð um þetta leyti fyrir leiksýningum á Skuggasveini. Þangað fór Finnbogi 18. jan.: „Var leikið allvel afsumum, einkum var Gudda vel tekin. Hana lék Tryggvi Magnússon. Asta var líka mjög vel leikin, hana lék Anna Ivarsdóttir, ung kona, gift fiðluleikara Þórarni Guðmundssyni hér í bænum. Hún var forkunnar falleg á leiksviði, líktist meir engli en mennskri konu, og var gervi hennar mikil snilld. Margréti lék Rósa Ivars, mágkona hennar, mjög vel, hún var líka mjög falleg. Haraldur var allvel leikinn, hann lék Stefán Þorvarðarson, mjög fríður maður sýnum. Skuggasveinn var allvel leikinn, en vantaði rödd og vöxt. Yfirleitt hafði ég gaman af.“ Einn daginn fór Finnbogi í kynnisferð til Hafnarfjarðar og leizt þar sérlega vel á sig. Um kvöldið var hann í leikhúsi og færir þá minningu sína þannig til bókar: „Þar var leikinn þýzkur leikur, „Heidelberg“, af mikilli snilld. Þar lék hin þekkta og fallega leikkona, Guðrún Indriðadóttir, aðalhlut- verkið, og Óskar Borg lék prinsinn af snilld. Margir fleiri léku af snilld í þessum leik. Fólkið var heldra fólk, skrautklætt, og útbúnaður allur hinn fegursti og í samræmi við það, sem leikurinn heimtaði. Þessi leikur var leikinn af Leikfélagi bæjarins af beztu kröftum, sem fáanlegir eru hér. Þetta var mjög viðburðarríkur dagur og skemmtilegur, ein- hver skemmtilegasti sunnudagur, sem ég hef lifað.“ Sumarið 1930 var Finnbogi á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Sam- kvæmt dagbókinni verður skip hans fyrst til að leggja upp síld hjá hinni nýbyggðu verksmiðju ríkisins, en það gerðist 19. júlí. Frá þessu sumri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.