Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 32
32
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
kominn inn í þokubakkann. Hann stígur eitt skref áfram, missir fót-
festuna og hverfur út í ómælið og vitundarleysið, og enginn veit hvað
um hann verður. Þannig er ganga lífsins. - Þetta er hripað niður um
miðnætti eða áraskiptin, því að þá hlýtur maður ætíð helzt að hugsa
um tímann og tilveruna. - Gleðilegt ár.“
Eftir að hafa lesið það, sem Finnbogi hafði fært til bókar í 53 ár, en
síðan hafa bætzt við 12 ár, duldist mér ekki, að þar er mörg heimildin,
sem hvergi er að finna annars staðar. Efalítið eru dagbækurnar for-
vitnilegastar af þeirri ástæðu, að þær vitna óbrigðult um ævi Finnboga
Bernódussonar, sem er á marga grein verð athygli. Þær lýsa því,
hvernig sjómaður með mjög stóra fjölskyldu bjargast á handafli einu á
fyrri hluta þessarar aldar, og lánast, ásamt konu sinni, að skila þjóðinni
miklum og verðmætum arfi. En dagbækurnar geyma einnig fjölmargar
minningar um glöggskyggnan mann, sem þyrstir í hvers konar fróðleik
og er svo iðinn og úthaldsgóður að miðla ókomnum kynslóðum vitn-
eskju um starf sitt og reynslu, að hann hefur aldrei talið eftir ögurstund
við þá iðju, hversu sem háttað hefur um dagsönn hans.