Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 39

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 39
RITUNARTÍMI ELDRITS SVEINS PÁLSSONAR KIRURGS 39 ijósi álit sitt á þeim Rothe-feðgum og Magnúsi settum landfógeta í journal til félagsstjórnarinnar, efþað væri ekki á rökum reist. En Sveini er sýnilega rnikið niðri fyrir, enda er þetta í annað sinn, sem honum sárnar mjög við stjórn Naturhistorie Selskabets. Tilefni þess fyrra gerðist í rannsóknarferð Sveins um Skagaljörð haustið 1792, þegar Jón Pétursson fjórðungskirurg fræðir Svein á því, að Naturhistorie Selskabet hafi sent sér erindisbréf hans með beiðni um, að hann fylgdist með því, hvernig því væri framfylgt. Að vonum bregzt Sveinn illa við þessurn tíðindum og fer í journal ársins 1792 mjög hörðum og honum lítt sæmandi orðum um Jón Pétursson (Sveinn Pálsson 1945, 143-144), og í bréfi til Naturhistorie Selskabet 28. september 1792 víkur Sveinn svo að þessu máli: „Imidlertid var det mig et haardt Tordenslag, af en Publik Mand her paa Nordlandet, at höre: At Naturhfistorie] Selsk[abet] havde sendt ham min Instruxion, með Befaling, lönlig at indberette hvorvidt jeg efterkom samme. Om Rigtigheden afdette bekymrer jeg mig intet, da min Samvittighed altid skal vidne med mig, at mine faae Krævter ikke skal spares, men Umueligheder kan jeg ei giöre muelige“ (Sveinn Pálsson 1976, 15; af vangá hefur útgefandi bréfsins talið, að hér væri átt við Magnús Stephensen). Eðlilega vaknar þegar í stað spurning um það, hvort samband sé á milli þessara tveggja atburða og hvort Naturhistorie Selskabet hafi í raun sett mann eða menn til að njósna um, hvernig Sveinn rækti fyrirmæli þess, það eru aðeins orð Jóns Péturssonar fyrir því, að félagið hafi farið fram á slíkt, svo að það er hugsanlegt, að þar hafi aðrir aðilar verið að verki, og koma þá helzt til álita Magnús Stephensen og Tyge Rothe. Til þess að átta sig á þessum málum er nauðsynlegt að hafa í huga þau átök, sem urðu með Skúla Magnússyni landfógeta og öðrum framámönnum í íslenzku þjóðlífi og mögnuðust til muna, meðan Sveinn var við nám í Nesi, en þau voru að komast á lokastig, þegar hann hóf rannsókn sína á náttúru landsins. Átök þessi skulu nú rakin stuttlega eftir því sem dagbækur og journalar Sveins hrökkva til, en síðan með hliðsjón affrásögn Þorkels Jóhannessonar í Sögu Islendinga (VII, 88-101). Skaftáreldar byrja árið sem Sveinn hefur læknanám, og er þegar um haustið er hann leggur upp frá Steinsstöðum að Nesi sýnt, að til íjárfellis horfði í Skagafirði af völdum eldsmóðunnar. L. A. Thodal var þá stiftamtmaður og jafnframt amtmaður sunnan og vestan, Olafur Stefánsson var amtmaður norðan og austan, og Skúli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.