Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 41

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 41
RITUNARTÍMI ELDRITS SVEINS PÁLSSONAR KIRURGS 41 fyrirrennara síns að kljást við Skúla um þau mál og koma Viðey í ábúð stiftamtmanns. Skúli hafði tekið við dánarbúi Bjarna landlæknis, tengdasonar síns, en dregið að gera það upp, og fór svo, að stjórnin krafðist uppgjörs. Var Skúli 1792 dæmdur til að svara út 1133 rd vegna dánarbúsins. Þá þótti stiftamtmanni ekki ráðlegt að bíða lengur með að líta eftir fjárreiðum landfógeta, og reyndust þær svo slæmar, að stiftamtmaður lét innsigla féhirzluna og ritaði stjórninni um gerðir sínar og að landfógeti væri orðinn ófær að gegna embættinu áfram vegna elliglapa. Lok mála urðu þau, að 18. ágúst 1793 ritar Skúli stiftamtmanni bréf, þar sem hann alþakkar boð í konungsúrskurði frá 29. maí s. á. um að gegna embættinu í enn eitt ár. Stiftamtmaður tók til greina lausnarbeiðni Skúla og setti Magnús son sinn til þess að gegna landfógetaembættinu fyrst um sinn. Gekk honum eríiðlega að ná ýms- um plöggum embættisins úr höndum Skúla. Varð Magnús að lokum að taka plöggin af honum með fógetagerð í febrúar 1794. Nú má réttilega segja, að Sveinn Pálsson hafi staðið utan þessarar deilu stiftamtmanns við landfógeta, þó að greinilegt sé, að hann á samúð Sveins, og með ráðstöfunum, sem hann gerir viðvíkjandi greiðslumáta styrksins til sín, lendir hann nauðugur viljugur í ölduróti deilunnar. Því miður eru engar dagbækur Sveins fyrir árin 1788-1791, svo að af þeim verður ekki séð, hvernig viðskiptum hans og Naturhist- orie Selskabet var farið, en af promemoria og bréfum, er fóru milli þessara aðila skömmu áður en Sveinn lagði upp í rannsóknarferðina til Islands, má ráða í, hvernig þau hafa verið. Efgert hefur verið skriflegt samkomulag um styrkupphæðina og til hve margra ára hún væri, þá hefur mér ekki tekizt að hafa upp á því né séð til þess vísað aföðrum. Af promemoria fyrir kammersekretera Jensen, Kaupmannahöfn 23. júní 1791 (IB. 7 fol.), má sjá, að upphaflega var gert ráð fyrir, að Naturhist- orie Selskabet greiddi styrkinn til Sveins með peningasendingum með íslands kaupmönnum til hans. En eftir á fær hann bakþanka um, að skipið gæti farizt og peningasendingin glatazt, svo að hann fær þessu breytt á þann veg, að félagið greiði styrkinn til rentukammersins, sem síðan skrifi stiftamtmanni um að ávísa sömu upphæð til greiðslu úr jarðabókarsjóði. Þetta kemur einnig fram í promemoria til stjórnar Naturhistorie Selskabets, Kh. 20. júní 1791 (IB. 7 fol.), og ennfremur, að styrkurinn sé 200 rd á ári í 3 ár, en með bréfi til stjórnar Naturhist- orie Selskabets 2. júní 1791 (IB. 7 fol.) fer Sveinn fram á, að sér verði greiddir 300 rd fyrsta árið og af þeim fái hann 200 rd þegar í stað til undirbúnings ferðalaginu. Félagsstjórnin hefur orðið við þessari ósk

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.