Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 45

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 45
RITUNARTÍMI ELDRITS SVEINS PÁLSSONAR KIRURGS 45 Tímahrak gæti átt sinn þátt í því, hversu vandræðaleg fyrirsögn ritsins verður með því einfaldlega að skella ,,af Distrikts Kirurg Svend Paulsen“ neðan við hina upphaflegu fyrirsögn. A næstu árum eftir 1806 er þess oft getið í dagbókum Sveins, að hann láni Eldritið eða Eldskrifið. Eins og fram hefur komið, þá er vitnað til Eftirmæla 18. aldar í Eldritinu, og er það hið stærra 8vo brot þeirra, sem Sveinn er með. Þetta er sá eini staður, sem ég minnist, að hann geti þeirrar bókar, og af öllum þeim grúa bóka, sem hann getur um í dagbókum sínum, má fullyrða, að fram til 1829 er Eftirmælanna aldrei getið. Og lestur þeirra gefur fullkomna skýringu á tómlæti Sveins gagnvart þeim — og honum fundizt, að nú væri mælirinn fullur hjá Magnúsi og tími til kominn, að Eldrit Sveins kæmi fyrir almennings sjónir. I Eftirmælunum segir svo frá rannsóknarferðum Sveins: „Loksins var núverandi Land-chirur- gus Sveinn Pálsson mér sendur frá nýstiptuðu Náttúru-sögu-Félagi í Kaupmannahöfn hérum 1792-1794, að ferðast um til frama náttúru- sögu minnar, en — hann ferðaðist lítið eitt, og að hann hafi nockuð sérlegt hér í útrétt, hefi ég ecki spurt“ (743). Jafnvel í ævisöguriti Sveins finnur Magnús hvöt hjá sér til að hnýta á eftirfarandi hátt: „Æfisaga B. Pálssonar, útkomin 1800, nefnir bls. 38-39 og Dr. Hauber til þess [að stuðla að rannsóknarferðum Eggerts og Bjarna] þó með þeim mismun, að Hauber er þar alltaf talinn Bókavörður Kóngs, til hvörs ég alls eckert veit, né finn líkur í Worms Lexicon over lærde Mænd, heldur að hann hafi verið þýðskur Sóknarprestur til Péturs kirkju í Kaupmannahöfn; Eggerts Ólafssonar prentaða Æfi bls. 6 minnist ecki heldur öðruvísi á þessa ferð, enn að hún hafi af sjálfs dáðum Eggerts og Biarna „til egin framfara þeim og reynslu í Náttúru- speki“ stofnuð. Mögulegt því að hin frásagan í Æfispgu Bjarna, bæði um Hauber, sem Bókavprð Kóngs og ferðar-tilefnið, megi telja með fleiru miður áreiðanlegu í þeirri Æfis0gu“ (736-737). Það er rétt, sem segir um stöðu Haubers, en að Eggert og Bjarni hafi farið afeigin rammleik í íslandsferðina sumarið 1750, ætti Magnúsi að vera ljóst, sem sjálfur fór áþekka ferð sumarið 1784, að það væri ekki á færi efnalítilla námsmanna (Jón Stefíensen 1976 b). EfBjarni Thorarensen átti að fá útgefanda að Eldriti Sveins, þá tókst það ekki, enda eflaust ekki auðvelt á tímum, þegar Danir voru að dragast inn í Napóleonsstyrjaldirnar, og auk þess dvaldist Magnús Stephensen í Höfn veturinn 1807-1808 og sá þá með öðru um útgáfu Island i det attende Aarhundrede, Kh. 1808. Hún tekur mikið fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.