Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 53

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 53
GRÍMUR M. HELGASON ,,Af skrifuðum skræðum er allt gott“ Þáttur af skiptum Jóns Sigurðssonar og Jóns Borgfirðings Það var í samræmi við störf Jóns Sigurðssonar fyrir íslenzka þjóð, að hann reyndi af fremsta megni að viða að sér öllum þeim gögnum, prentuðum og skrifuðum, sem á einhvern hátt vörðuðu hagi hennar, sögu, bókmenntir og menningu yfirleitt. „Skilningur Jóns var sá, að ekkert, er letrað væri og Island varðaði, væri svo ómerkt, að ekki gæti haft eitthvert gildi,“ eins og Páll Eggert Ólason kemst að orði í hinu mikla ritverki sínu um Jón Sigurðsson.1 En auk þess sem hann dró að handrit í eigið safn, beitti hann sér af alefli fyrir því, að Hið íslenzka bókmenntafélag eignaðist handrit og fágætar bækur. Kemur þetta fram þegar á árinu 1837 í bréfi til Sveinbjarnar Egilssonar, 2 og ekki dregur úr áhuga Jóns á þessu sviði, er hann varð forseti félagsins 1851. Söfnunartilhneiging manna er að vísu af ýmsum toga og kemur stundum fram í ýmsum myndum, og oft er hún sprottin af nokkurri eigingirni. Enginn gerði sér þetta betur ljóst en Jón Sigurðsson, sem eitt sinn komst svo að orði, að eigingirnin riði ekki við einteyming, þegar söfnunin væri annars vegar. En slíka eigingirni er auðvelt að fyrirgefa, þegar hún er sprottin af ást og umhyggju fyrir heilli þjóð og baráttuhug fyrir frelsi hennar og sjálfstæði. Jón Sigurðsson átti bréfaskipti við fjölda manna um hin margvísleg- ustu efni. Bréfavinum hans og öðrum vinum var söfnunartilhneiging hans vitanlega fullkunn og ýttu raunar undir hana fremur en hitt, vissu, að auðvelt var að gleðja hann með því að víkja að honum fágætri bók eða handriti, og gerðu það, ef svo bar undir. En oft varð hann að gjalda verð fyrir, stundum meira en pyngjan þoldi með góðu móti. Oft mun handrit og bækur hafa borið á góma, er Jón var heima á þingi, og í bréfum til hans og frá er tíðum drepið á hið sama: ,,. . . Hugsaðu eftir mér með gamlar skræður . . ,“3 „ . . . Eg óska raunar að eiga allar íslenzkar bækur og Islandi viðkomandi, eins og þú veizt . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.