Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 57

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 57
,af skrifuðum SKRÆÐUM ER ALLT GOTT“ 57 J J . . . Að lyktum get ég þess, að ég hef ásett mér að safna saman með tímanum öllu því, sem ég held að geti miðað til samanburðar gömlum ritum, því það er sannfæring mín allt ætti að safnast saman, merkilegt og ómerkilegt, sem kallað er. Eg óska nú að endingu, að þér vilduð forláta mér orðalenging þessa og sérílagi stílinn, því ég hef mátt og má sitja í afskiptaleysisins og fátæktarinnar fjötrum, þó annars andinn hefði haft hæfilegleika til að geta losazt úr þeim og bergja á brunni menntunarinnar, sem er líf þjóðanna á jörðinni, en undirbúningur endurlífgunarinnar annars heims. Eg óska yður allra heilla og langra lífdaga við Norðurlanda vísindastarf . . ,“15 Svar Jóns Sigurðssonar við þessu bréfi er ekki til, en Jón Borgfirð- ingur skrifar nafna sínum aftur frá Kaupangi 13. júlí sumarið eftir, er þá orðinn félagi í Bókmenntafélaginu og vill hag þess sem mestan og beztan: ,,. . . Eiginlega var efni miðans að minnast á „boðsbréf Bók- menntafélagsins“, sem býður öllum til sín að koma, og jafnframt að það taki móti öllu því, er miðar til eflingar hinni íslenzku tungu og bókmenntum vorum, en því er miður, að ég get ei látið einn pening í kistuna. Þó vil ég reyna til að sýna lit á því. Mér þykir ekki betra að láta það fúna niður og verða að öngu, og sendi ég nú til „Bókmenntafé- lagsins“ því með þessu bréfi dálítið af rusli, kvæðum og rímum, og hálffyrirverð ég mig þó að senda það, vegna þess að ég hefekki föng á að láta rita það allt upp, því þetta eru fúnar blaðaskræður, því 2 rd. gaf ég fyrir nýrituðu sundurlausu arkirnar, er fylgja, sem ég lét rita upp. Líka læt ég fylgja sálmaskræðu, sem Jón sál. Hjaltalín kvað hafa kveðið út af „Dægrastyttingum“ herra Steins biskups, og hefur mér verið sagt það væri skáldsins eigin handrit og hið eina, er til væri, en verst er, að upphafogendi vantar.16 . . . Framvegis hefégí hyggju, eftir því sem ég get safnað saman ýmsu, að senda það félaginu. Skyldi það ekki vilja fá neitt af „hinum alþýðlegu fornvísindum?“ . . .“ Sendingin komst heilu og höldnu til Hafnar. Jón Sigurðsson þakkar nafna sínum fyrir hana í bréfi 21. maí 1856: ,,. . . Hvað þér náið í af þessháttar er ofboð vænt að fá, og vona ég þér þrey tizt ekki að safna því. Bækur prentaðar íslenzkar, þó helzt blaðaheilar, en þótt það sé upp úr bandi, eru mér kærar, en af skrifuðum skræðum er allt gott. . .“ „Ruslið“, sem Jón Borgfirðingur nefnir svo í bréfi sínu, fellur í góðan jarðveg, og raunar munu þeir nafnar og fleiri á þessum tímum hafa notað það orð um samtíning ýmiss konar, prentaðan og óprentaðan og oft æði sundurleitan, en ekki ónýtan, eins og nú mun tíðkast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.