Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 59
,,AF SKRIFUÐUM SKRÆÐUM ER ALLT GOTT“
59
þar til ég sendi í sumar ruslið mitt til Bókmenntafélagsins, sem eigi
verður alllítið. Eg vil ekki, að það flækist hér, Sveinn sölsar nóg í sig
samt, en mér er dauðinn vís sem þeim, er burtkallazt hafa héðan úr
veiki þeirri, sem gengið hefur yfir. Samt er illt, ef kviknar í bókasafninu
eins og í Friðriksborg. Það ætti að vera járnkassi utan um öll handritin
Þarna mun á ferðinni „stóri böggullinn“, sem Jón forseti þakkar
fyrir í bréíí 10. ágúst þetta ár, ,,þó hann væri reyndar ekki eins feitur á
mörinn eins og hann var á holdin, en það er synd að vera bæði ger og
matvandur . . .“ En meðal annarrra orða, ,,... .Hvað er það, sem
Sveinn Skúlason á? Eru það nokkur handrit merkileg? . . .“ Það var
einmitt séra Sveinn Skúlason, sem Jón Borgfirðingur átti við í bréfinu
og var á þessum árurn ritstjóri Norðra á Akureyri. í bréíl 12. nóv. árið
áður haíði Jón Sigurðsson látið í ljós við nafna sinn, að gott væri, ef séra
Sveinn „yrði laðaður til að láta skruddur“ upp í skuld við félagið, og í
bréíl 14. maí 1860 spyr hann, hvort séra Sveinn vilji ekki láta Bók-
menntafélagið fá Sturlungu, sem það eigi hjá honum, og Jón heldur
áfram:
„ . . . Þér ættið að leggja yður til að vita, hvað hann hefir, og ná í
það, sem bezt er. Þó það væri til kaups með þolanlegu verði, þá læt ég
það vera, því aldrei verður það að gagni hjá honum . . .“
En Jón Borgfirðingur á erfitt um vik að komast að séra Sveini og
segir í bréfi til nafna síns 27. ágúst þetta ár: „ . . .Hræddur er ég um, að
ég fái ekkert af handritum hjá Sveini, því hann er var um sig og lætur
mig ekki sjá þau, en vitað hef ég til þess, að hann fær frá ýmsum
sitthvað. Hann hefir fengið 2 eða 3 kvæðabækur, - hver hefir yfir 100
kvæði, öll gömul, - frá Gunnlögi á Skuggabjörgum í Deildardal í
Skagafirði. Hann hefir safnað þeim. Það var klaufaskapur af mér að ná
ekki í þær . . .“
Og hann varð sannspár. Eigi að síður kornst Sturlunguhandritið í
eigu Bókmenntafélagsins og meira að segja frá séra Sveini sjálfum árið
1865.19 En kvæðabækur Gunnlaugs á Skuggabjörgum,20 5 talsins,
sumar að vísu frá Þorsteini Þorsteinssyni á Upsum í Svarfaðardal,
eignaðist Jón Sigurðsson og fleiri handrit frá séra Sveini. En þó að Jón
Borgfirðingur yrði undir í glímunni við séra Svein, heldur hann áfram
að senda nafna sínum bækur og handrit og fær hjartans þakkir fyrir og
hvatningarorð um að þreytast ekki, þó að kvabbið gangi úr hófi fram og
segja megi, ,,að það geti einn ágjarn maður heimt á einum tíma sem
þúsund þjónustusamir andar geti ekki útvegað á ári“, eins og Jón
Sigurðsson kemst að orði í bréfi 13. júlí 1861.