Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 61

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 61
„AF SKRIFUÐUM SKRÆÐUM ER ALLT GOTT“ 61 Jón Sigurðsson sat ekki á alþingi 1861, svo að þeim nöfnum auðnað- ist ekki að hittast það ár, þó að Jón Borgfirðingur kæmi til Reykjavíkur um mánaðamótin júlí-ágúst úr bóksöluferðalagi og ætti þar þriggja vikna dvöl, enda þykir honum skarð fyrir skildi, þegar hann gerir sér ferð til þess að hlusta á fulltrúa þjóðarinnar flytja mál sitt, að nafna hans vantaði í umræðum um sum þingmál. „Annars hugsaði ég að við mundum finnast hér. Það á líklega ekki að lukkast,“ segir hann í bréfi, sem hann skrifar í Reykjavík 8. ágúst þetta ár og heitir enn ,,að hafa augun opin . . ., því lengi dylst í djúpunum.“ Jóni Sigurðssyni þótti einnig miður, að svona skyldi til takast. ,,Það var skaði, að ég gat ekki hitt yður í Rvík, því að ég hefði getað talað þar meira við yður á hálfum degi en ég get skrifað á hálfu ári, þó ég væri iðnari í bréfaskriftum en ég er,“ skrifar hann 16. sept. þetta sama ár. Á næstu árum fara fá bréf á milli þeirra nafna. Það er farið að losna um Jón Borgfirðing fyrir norðan, og honum gengur ekki sem bezt að verða við óskum nafna síns í Kaupmannahöfn., ,Því er ver, ‘ ‘ segir hann í bréfi 14. sept. 1863, ,,að égget ekki sent yður neitt afþví, sem þér hafið beðið mig um, sumt er alveg lofað, en sumt liggur hjá einstaka manni myglað á kistubotni og einu sinni hverki hafa vit á því eða vita af því. Smávegis sendi ég yður núna, sem þér hafið víst ekki fengið. Hér er ekkert prentað utan „Norðanfari“, ekki svo mikið sem á kvartista. Prentsmiðjan hérna, bóksala og bókmenntir eru allar á hausnum og væntanlega allir þeir, er hanga á sama bandi. Ég veit fyrir mig, að ég rétti líklega aldrei við, sízt meðan ég er hér, sem nógir eru um það litla, sem hér er að hafa til vinnu, nema þá að standa á hausnum í öllum skítverkum, sem ég er illa fallinn til. Ég vil helzt komast austur á Eskifjörð eða þangað nálægt, sem enginn fúskari er og færri eru um innkaup á lífsnauðsynjum. Hér er ekki um auðugan garð að gresja með skruddur. Það á enginn neitt. Dagblöðin rífa þeir í sundur og álíta sjálfsagt með því þá helgustu skyldu að drepa rödd og sögu tímans, er felst ævinlega í þeim. Yður mun þykja dýr reikningurinn yfir bækurnar og blöðin, en þetta kostar það mig. Þó ég hafi ekki látið fyrir það allt peninga, þá hef ég brallað á því öðruvísi . . . Ekki var það beinlínis meining mín, að upptaling yrði gerð í skýrslunum yfir handrit mín í fyrra, heldur eins að geta þess, að til félagsins hefðu komið handrit nokkur sem að undanförnu. Það er vel, að því er haldið sér í safni, því seinna mun korna meira, sem ekki getur orðið í bráð. Þér megið geta því nærri, að efég skyldi skilja mig við allt mitt bókarusl, yrði mér lífið leitt og gleðisnautt, það breiðir ekki þær rósir á leið mína.“

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.