Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 62
62
GRÍMUR M. HELGASON
Og svona gengu bréfln á milli þeirra, á meðan báðir liíðu. Jón
Sigurðsson biður um þetta eða hitt smálegt eða sjaldgæft. Nafni hans
Borgflrðingur heitir á hann ,,að fara í göngur“ fyrir hann, þótt erfitt sé
um vik, af því að leitarmennirnir eru fleiri en hann og sumir fótfrárri og
verða því stundum á undan. En það má líka fara í eftirleit, sýna
þolinmæði og gefast ekki upp, alltaf von á eftirlegukindum. Síðan
sendir hann nafna sínum afraksturinn til Kaupmannahafnar, ,,rusl“,
„smárusl“, „smávegis dót“ eða „fáein handrit, ekki neitt merkilegt“,
og Jón Sigurðsson þakkar honum umhyggjuna og tryggðina og biður
hann fyrir alla muni að halda uppteknum hætti, enginn finni eins vel
lyktina af skræðunum og hann.
En þó að Jóni Borgfirðingi tækist ekki að komast yfir eins mörg
handrit og bækur og hann hefði kosið til þess að senda Bókmennta-
félaginu, vakti það honum jafnan gleði, effélagið eignaðist handrit úr
söfnum annarra manna. Svo er til að mynda, er hann minnist á safn
Þorsteins Þorsteinssonar á Upsum í Svarfaðardal í bréfi til nafna síns 7.
sept. 1870, sem hann segir, að eigi marga góða skruddu, en félagið
eignaðist einmitt safn Þorsteins smám saman. I þessu sama bréfi getur
hann þess og, að Reykjavíkurdeildin hafi keypt handrit Jóns Bjarna-
sonar í Þórormstungu í Vatnsdal af ekkju hans, Guðrúnu Guðmunds-
dóttur, og telur, að þar muni deildin hafa gert góð kaup. Þess má
raunar geta, að Kaupmannahafnardeildin eignaðist sum afhandritum
Jóns í Þórormstungu, um hendur Jóns Borgfirðings.
En fátæktin er leiður förunautur, og illa gekk Jóni Borgfirðingi að
lúka skuldum sínum við Bókmenntafélagið, enda þótt það gyldi hon-
um stundum verð fyrir ,,ruslið“. Hann bar sig upp undan þessu við
nafna sinn, sem farast svo orð í bréfi 19. ágúst 1870:
,,. . . Um reikningamál yðar við Bókmenntafélagið get ég nú ekki
annað sagt en það, að þér standið ekki vel í því eftir okkar reikningum.
Þér senduð okkur handrit, sem þér gáfuð félaginu, en seinna borguðum
við 50 rd. eftir ósk yður fyrir sömu handrit. Allt í allt er óborgað af
bókareikningi félagsins rúmir 100 rd., ef ég man rétt. Þar að auki eru
tillögin. En hitt er annað mál, að við munum ekki vera hættulegir
skuldakröfumenn, og ég hefi ekkert á móti, að þér svarið þessari 30 dala
kröfu með því að segja, að þér vonið það likviderist í okkar viðskiptum,
en þér verðið þá líka að láta okkar deild fá nokkuð, sem bein er í, og ekki
tómar ruður, en fá deildinni í Reykjavík það, sem merkilegast er. Því þó
ég alls ekki sjái eftir því, sem hún fær, þá er þó hver sjálfum sér
næstur . . .“