Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 63
,AF SKRIFUÐUM SKRÆÐUM ER ALLT GOTT“ 63 5 > Þessu svarar Jón Borgfirðingur í bréfi 7. sept. sama ár: „ . . . Ekki lízt mér vel á reikningsmálið mitt og Bókmenntafélagsins, en það verður svo að vera. Réttast væri, áður en ég fer á hreppinn, sem verður innan skamms, bæði þar launin eru svo lítil og svo þegar stjórninni þóknaðist að lækka dýrtíðaruppbótina, þar sem allt hækkar hjá kaupmönnum, sem nauðsynjavara er . . ., að skilja mig við allt, sem pappír heitir, og draga mig svo langt frá honum, sem sagt til dalanna. En mér er aftur farið að standa um tönn, að Hafnardeildin fái ruslið, því það mun sannast, að hún verður Dönum að bráð nema með duglegum og íslenzkum forsetum með íslenzkan anda. Ég tala ekki um, ef Islendingar skildist frá Dönum, hvort þeir muni ekki halda því, sem þeir liafa fengið, en aftur hefur deildin fengið gott frá mér og engar ruður. Af því deildin hérna átti safn af ritum um sálmabók, þá lét ég hana fá bréf M. St. En nú hefi ég hugsað mér samt að borga með rusli fyrir árin 1859, 60, 61,63, 64, 65, eða 6 ár, en handrit hefi ég látið fyrir 66, 67,68, sem gengið hafa millum okkar, er þér hafið verið hér, og ættu þau árin að ganga út. Fyrir árið 1870 þykist ég hafa borgað . . .“ Jón Borgfirðingur var ekki einn um það að óttast, að safn Bók- menntafélagsdeildarinnar í Kaupmannahöfn hafnaði hjá Dönum, en sem betur fór, reyndist sá ótti ástæðulaus, og var safn Bókmenntafé- lagsins keypt handa Islandi árið 1901. Annars kvartarjón undan þvíí áðurnefndu bréfi, að forseta Bókmenntafélagsdeildarinnar í Reykjavík sé ekki vel við þá „kalla, er senda allt út. Er ég einn meðal þeirra. Er maður bundinn í báða skó að hafa átölur á sér“. Forseti Reykjavíkur- deildarinnar á þessum árum var Jón Þorkelsson rektor Reykja- víkurskóla. Þar sem Jón minnist á „bréf M[agnúsar] St[ephensen]“, mun höfða til gagna um Leirárgarðasálmabókina 1801, sem nú eru geymd í ÍBR. 55-56 4to og sum eru komin frá honum, en auk þess seldi hann Reykjavíkurdeildinni örfá önnur handrit. Svo bágborinn var efnahagur Jóns Borgfirðings orðinn 1877, að hann sér ekki önnur úrræði en setja bókasafn sitt að veði fyrir láni og skrifar nafna sínum í Kaupmannahöfn 20. okt.: „Háttvirti vin! Bréfsefnið er að fara fram við yður um það, sem ég var að tala um í sumar, nefnilega að fá lán af sjóði Bókmenntafélags- deildarinnar í Kaupmannahöfn gegn því að setja í veð fyrir því allt mitt bóka- og blaðasafn þrykkt og óþrykkt, sem ég á og eignast kann, en þó með því móti, að safnið sé undir mínum höndum, meðan ég lifi, því ég get eigi unnt öðrum þess, ef öðruvísi færi, nema Finni syni mínum. En ég

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.