Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 63
,AF SKRIFUÐUM SKRÆÐUM ER ALLT GOTT“ 63 5 > Þessu svarar Jón Borgfirðingur í bréfi 7. sept. sama ár: „ . . . Ekki lízt mér vel á reikningsmálið mitt og Bókmenntafélagsins, en það verður svo að vera. Réttast væri, áður en ég fer á hreppinn, sem verður innan skamms, bæði þar launin eru svo lítil og svo þegar stjórninni þóknaðist að lækka dýrtíðaruppbótina, þar sem allt hækkar hjá kaupmönnum, sem nauðsynjavara er . . ., að skilja mig við allt, sem pappír heitir, og draga mig svo langt frá honum, sem sagt til dalanna. En mér er aftur farið að standa um tönn, að Hafnardeildin fái ruslið, því það mun sannast, að hún verður Dönum að bráð nema með duglegum og íslenzkum forsetum með íslenzkan anda. Ég tala ekki um, ef Islendingar skildist frá Dönum, hvort þeir muni ekki halda því, sem þeir liafa fengið, en aftur hefur deildin fengið gott frá mér og engar ruður. Af því deildin hérna átti safn af ritum um sálmabók, þá lét ég hana fá bréf M. St. En nú hefi ég hugsað mér samt að borga með rusli fyrir árin 1859, 60, 61,63, 64, 65, eða 6 ár, en handrit hefi ég látið fyrir 66, 67,68, sem gengið hafa millum okkar, er þér hafið verið hér, og ættu þau árin að ganga út. Fyrir árið 1870 þykist ég hafa borgað . . .“ Jón Borgfirðingur var ekki einn um það að óttast, að safn Bók- menntafélagsdeildarinnar í Kaupmannahöfn hafnaði hjá Dönum, en sem betur fór, reyndist sá ótti ástæðulaus, og var safn Bókmenntafé- lagsins keypt handa Islandi árið 1901. Annars kvartarjón undan þvíí áðurnefndu bréfi, að forseta Bókmenntafélagsdeildarinnar í Reykjavík sé ekki vel við þá „kalla, er senda allt út. Er ég einn meðal þeirra. Er maður bundinn í báða skó að hafa átölur á sér“. Forseti Reykjavíkur- deildarinnar á þessum árum var Jón Þorkelsson rektor Reykja- víkurskóla. Þar sem Jón minnist á „bréf M[agnúsar] St[ephensen]“, mun höfða til gagna um Leirárgarðasálmabókina 1801, sem nú eru geymd í ÍBR. 55-56 4to og sum eru komin frá honum, en auk þess seldi hann Reykjavíkurdeildinni örfá önnur handrit. Svo bágborinn var efnahagur Jóns Borgfirðings orðinn 1877, að hann sér ekki önnur úrræði en setja bókasafn sitt að veði fyrir láni og skrifar nafna sínum í Kaupmannahöfn 20. okt.: „Háttvirti vin! Bréfsefnið er að fara fram við yður um það, sem ég var að tala um í sumar, nefnilega að fá lán af sjóði Bókmenntafélags- deildarinnar í Kaupmannahöfn gegn því að setja í veð fyrir því allt mitt bóka- og blaðasafn þrykkt og óþrykkt, sem ég á og eignast kann, en þó með því móti, að safnið sé undir mínum höndum, meðan ég lifi, því ég get eigi unnt öðrum þess, ef öðruvísi færi, nema Finni syni mínum. En ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.