Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 67

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 67
SNORRI STURLUSON OG NORÐURLÖND 67 okgafhann henni eitt plógsland. Þáfór hon íjötunheima [er vel mega veraí Noregi] ok gat þar fjóra sonu viðjötni nökkurum. Hon brá þeint í yxnalíki okfærði þá fyrirplóginn ok dró landit tát á hafit ok vestr gegnt Óðinsey, ok er þat kölluð Selund. Þar byggði hon síðan. Hennar fekk Skjöldr, sonr Óðins. Þau bjoggu at Hleiðru. Þar er vatn eða sjár eptir. Þat er kallat Lögrinn. Svá hggja firðir í Leginum sem nes í Selundi. En er Óðinn spurði, at góðir landskostir váru austr at Gylfa, fór hann þannok og gerði sér þar bústað. Það er því ekki ný bóla, að kostir þyki beztir í Svíþjóð, og ekki er það heldur nýtt, að menn komi saman af Norður- löndum og víðara að og geri sér glaðan dag, sem þó getur endað með ósköpum, ef drukkið er setningslaust. 11. kapítuli Ynglinga sögu hljóðar svo: Fjölnir sonr Yngvifreys réð þá fyrir Svíum ok Uppsalaauð. Hann var ríkr ok ársæll ok friðsæll. Þá var Frið-Fróði at Hleiðru. Þeira í millum var heimboð ok vingan. Þá er Fjölnir fór til Fróða á Selund, þá var þar fyrir búin mikil veizla ok boðit til víða um lönd. Fróði átti mikinn húsabæ. Þar var gört ker mikit, margra álna hátt ok okat með stórum timbrstokkum. Þat stóð í undirskemmu, en lopt var yfir uppi ok opit gólíþilit, svá at þar var niðr hellt leginum, en kerit blandit fullt mjaðar. Þar var drykkr furðu sterkr. Um kveldit var Fjölni fylgt til herbergis í it næsta lopt ok hans sveit með honum. Um nóttina gekk hann út í svalar at leita sér staðar. Var hann svefnærr ok dauða- drukkinn. En er hann snprisk aptr til herbergis, þá gekk hann fram eptir svölunum ok til annarra loptdura ok þar inn, missti þá fótum ok fell í mjaðarkerit ok týndisk þar. Hinn danski mjöður hefur þannig snemma reynzt allsterkur. En öll þessi frásögn er spunnin út af4. erindi Ynglingatals, þar sem þessu er einnig lýst á mjög neyðarlegan hátt: Varð framgengt, þars Fróði bjó, feigðarorð, es at Fjölni kom, ok sikling svigðis geira vágr vindlauss of viða skyldi. Svigðis (uxa) geirr (spjót): horn, vágr (sjór) horna: drykkur, og sá vogur er vindlaus, svo að ekki er það stormurinn á þeim vogi, sem drekkir mönnum, heldur víst eitthvað annað! I 13. kapítula sögunnar segir, að Vanlandi Svíakonungur þá vetrvist á Finnlandi með Snjá inum gamla og fekk þar dóttur hans, Drífu. En at vári fór hann á brot, en Drífa var eptir, og hét hann at koma aptr á þriggja vetra fresti, en hann kom eigi á tíu vetrum. Þá sendi Drífa eptir Hulð seiðkonu, en sendi Vísbur, son

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.