Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 73

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 73
SNORRI STURLUSON OG NORÐURLÖND 73 vera Þrándur í götu - er merkir að veita öílugt viðnám eða jafnvel koma í veg fyrir, að eitthvað nái fram að ganga. Eftirminnileg er og mynd bróðursonar Þrándar, Sigurðar Þorlákssonar, þegar hann stendur upp á þingi úd í Noregi, þá er Olafur konungur Haraldsson hefur (í 135. kap. sögunnar) sakað hann allberlega um víg Þórálfs úr Dímun, hirð- manns konungs í Færeyjum. I sögunni er svo um hnúta búið, að hver og einn verður að gera það upp við sig, hvort hann telji Sigurð sekan eða saklausan. En hann mælti í upphafi á þessa leið: „Ekki hefi ek talat fyrr á þingum. Ætla ek mik munu þykkja ekki orðfiman. En þó ætla ek ærna nauðsyn til vera at svara nökkuru. Vil ek þess til geta, at ræða þessi, er konungr hefir uppi haft, myni vera komin undan tungurótum þeira manna, er miklu eru óvitrari en hann ok verri, en þat er ekki leynt, at þeir munu fullkomliga vilja vera várir óvinir. Er þat ólíkliga mælt, at ek mynda vilja vera skaðamaðr Þórálfs, því at hann var fóstbróðir minn ok góðr vinr. En ef þar væri nökkur önnur efni í ok væri sakar milli okkar Þórálfs, þá em ek svá viti borinn, at ek mynda heldr til þessa verks hætta heima í Færeyjum en hér undir handarjaðri yðrum, konungr. Nú vil ek þessa máls synja fyrir mik ok fyrir oss alla skipverja“-. Hér talar fulltrúi fámennrar þjóðar, sem skákar hvorki í skjóli fjöl- mennis né valds og treysta verður á málstað sinn og málflutning. Snorri hefur átt auðvelt með að setja sig í spor þessa unga Færeyings, er kom jafnvel úr enn fámennara samfélagi en hann sjálfur. Hann teflir iðulega í verkum sínum Islendingum fram í samskiptum þeirra og viðureign við erlenda konunga og aðra höfðingja, og ber skáldin þar hæst, svo sem Hallfreð vandræðaskáld, Sighvat Þórðarson, Óttar svarta, Arnór Þórðarson og enn íleiri. Sú saga verður ekki rakin hér, þótt girnileg sé til fróðleiks, það yrði alltof langt mál. Að íslendingum, öðruvísi en einstökum mönnum, er ekki oft vikið í verkum Snorra, en af ummælum um þá eru einna minnisstæðust orð þau, er Gregoríus Dagsson mælti við Hall Auðunar- son eftir orustu (í 3. kap. Hákonar sögu herðibreiðs): ,,Margir menn þykki mér mjúkari í sóknum en þér Islendingar, því at þér eruð óvanari en vér Nóregsmenn, en engir þykkja mér vápn- djarfari en þér.“ Fágætt er, að litið sé til íleiri en einnar eða tveggja þjóða í senn, en eitt frægasta dæmi um það er eftirfarandi frásögn í 104. kap. Ólafs sögu Tryggvasonar, enda oft til hennar vitnað. Óláfr konungr stóð í Iyptingu á Orminum. Bar hann hátt mjök. Hann hafði gylltan skjöld ok gullroðinn hjálm. Hann var auðkenndr frá öðrum mönnum. Hann hafði rauðan kyrtil stuttan útan um brynju. En er Óláfr konungr sá, at riðluðusk flokkarnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.