Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 85
LANDSBÓKASAFNIÐ 1978
85
Væringsaasens, sem varðveitt eru í Glomdalssafninu í Elverum í Nor-
egi.
Handrit þau, sem nú verða talin voru öll keypt í Klausturhólum:
Þórðarbænir, skrifaðar 1704 eftir prentuðu útgáfunni 1697 o. fl.
Kver með Maríurímum sr. Sigurðar í Presthólum og vikubænum
(vantar aftan við). Með hendi Gellers (Gellis) Arnasonar á Steinaborg
á Berufjarðarströnd 1834.
Lítið kver með ýmsu efni, svo sem Tímarímu Jóns Sigurðssonar,
Hávamálum, Samstæðum sr. Hallgríms Péturssonar, Ómennsku-
kvæði sr. Stefáns Ólafssonar o. m. fl.
,,Reisa til Bethel“ útlagt og ljóðað af sr. Gunnlaugi Snorrasyni.
Aftan við eru Erfiljóð, o. fl. eftir sr. Gunnlaug. Með hendi Árna
Böðvarssonar skálds á ökrum.
Stutt ágrip Réttritabókar Islendinga eftir Eggert Ólafsson með
hendi frá síðara hluta 18. aldar.
Ljóðakver með hendi Magnúsar Hj. Magnússonar 1902.
Kvæðakver með hendi Jons Jonssonar í Seyðisfirði austur, m. a.
fornkvæði.
Þrjár ættartölur með hendi Gísla Konráðssonar.
Þessir afhentu gögn, án þess að þeirra verði nánara getið hér: Dr.
Aðalgeir Kristjánsson, Reykjavík. - Agnar Þórðarson bókavörður,
Reykjavík. - Egill Bjarnason fornbókasali, Kópavogi. - Friðgeir
Björnsson, Reykjavík. - Guðmunda Jónsdóttir frá Hofi í Dýrafirði. —
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri, Reykjavík. — Málfríður Einars-
dóttir, Reykjavík. - Oddný Sigurðardóttir, Kópavogi. - Páll Baldvins-
son, Reykjavík. - Tómás Helgason húsvörður, Reykjavík. - Torfi
Jónsson rannsóknarlögreglumaður, Reykjavík. - Þórhildur
Sveinsdóttir skáldkona. - Þorsteinn Helgason, Reykjavík. - Þorsteinn
Valgeirsson, Keflavík.
Vér flytjum öllum gefendum handrita beztu þakkir.
ÞJÓÐDEILD Nokkur breyting var á starfsskipan í þjóð-
deild, svo sem nánara er greint í kaflanum
um starfslið. Ólafur Pálmason, sem unnið hafði um tveggja ára skeið
að íslenzkri bókaskrá 1534—1844, varð nú enn að hverfa frá því verki að
skránni um samtíðarverkin, er gefur engin grið. Þegar litið er á hið
fjölskylda hlutverk þjóðdeildar, er liðskostur hennar hvergi nærri
nægur. Landsbókasafn verður, ef það á að fylgja nafni, að geta sinnt
hvorumtveggja þættinum, skráningu samtíðarefnis og eldra efnis, auk