Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 87
LANDSBÓKASAFNIÐ 1978
87
Kristín Gústafsdóttir bókavörður annaðist m. a. hin erlendu tímarit
safnsins, en Sigríður Helgadóttir bókavörður (í V2 stöðu) vann að
endurskráningu erlendra rita, einkum í bókmenntum.
Erlendur ritauki nam á árinu 2331 bindi.
Talsvert magn erlendra rita var flutt í bókageymslur utan safns að
Sölvhólsgötu 7, í Alþýðuhúsið og að Hverfisgötu 4. Er geymslurými á
þessum stöðum senn þrotið, og verður enn að leita fyrir sér um aukið
rými utan safns. Má nærri geta, hve mjög þrengsli í aðalsafninu harnla
allri starfsemi, og því ekki nema von, að mönnum þyki sárt að sjá, hve
seint sækist smíði Þjóðarbókhlöðu.
Samskrá sú um erlend tímarit, er verið hefur í smíðum lengi, kom út
á árinu. Er þar saman komið efni úr 86 söfnum og stofnunum, alls 7757
tímarit. Af þeim berast 5694 tímarit enn, þar sem aftur 2063 eru hætt
að berast.
Nú berst sama tímaritið stundum í tvö eða fleiri söfn, svo að heild-
artala titla er vitaskuld lægri eða 5854.
Náin samvinna var milli Landsbókasafns og Háskólabókasafns um
úrvinnslu efnisins, er reyndist meira verk en ætlað var í upphafi. Þórir
Ragnarsson bókavörður í Háskólabókasafni hafði aðalumsjón með
skránni, en auk hans unnu einkum að henni bókaverðirnir Aðalheiður
Friðþjófsdóttir og Kristín Gústafsdóttir í Landsbókasafni.
Með útgáfu skrárinnar fæst nú loks rækilegt yfirlit um erlendan
tímaritakost í íslenzkum söfnum og stofnununr, sem stuðla á að greið-
ari notkun hans, jafnframt því sem hér er lagður grundvöllur að
aukinni samvinnu safna og stofnana, bæði að því er varðar tímarita-
kaup og not þeirra.
Eins og frá var skýrt í síðustu Arbók, erum vér aðilar að Samskrá
þeirri um erlend tímarit á Norðurlöndum (NOSP), sem unnið hefur
verið að um árabil. Er tímaritakostur íslenzku safnanna nú kominn á
gataspjöld og segulband og með þeim hætti í norrænu samskrána, en
þó einungis sá hluti hans, sem alþjóðlegar staðaltölur eru til við.
Þorleifur Jónsson vann það undirbúningsverk, er vinna þurfti, áður en
tímaritakostur íslenzku skrárinnar yrði þannig lagður á hinn norræna
databanka.
STARFSLIÐ Haraldur Sigurðsson lét af störfum fyrir
aldurs sakir 1. ágúst. Hann réðst bóka-
vörður að safninu 1946 og gegndi tvö síðustu árin deildarstjórastarfi í