Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 89
LANDSBÓKASAFNIÐ 1978
89
Menntamálaráðuneytið bauð Vilhjálmi Bjarnar umsjónarmanni
Fiske-safnsins við bókasafn Cornell-háskóla í Iþöku í New York ríki,
hingað heim á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni við hið
merka starf, sem þar hefur verið unnið í íslenzkri bókfræði og til
að kynna íslenzka menningu. Birtur er í þessu hefti þáttur eftir
Vilhjálm um Fiske-safnið, ennfremur ávarp hans við afhendingu Al-
þingisbókahandrita, er hann færði Þjóðskjalasafni Islands að gjöf frá
bókasafni Cornell-háskóla 6. janúar. Bjarni Vilhjálmsson þakkaði
gjöfina með ræðu, og er hún einnig birt hér.
Líkan það af þjóðarbókhlöðu, er Guðlaugur Jörundsson gerði eftir
teikningum arkitektanna Manfreðs Vilhjálmssonar og Þorvalds S.
Þorvaldssonar, var til sýnis febrúarmánuð í anddyri Safnahússins
ásamt ljósmyndum af því og teikningum bókhlöðunnar.
Vorsýning var haldin á ýmsu fágætu eða sérstæðu bókakyns, er
safninu hefur áskotnazt undanfarin misseri.
I júní var sett upp sýning, er sýndi nokkra helztu áfanga í útgáfusögu
íslenzkra rita. Nokkur handrit, tengd þessari sögu, voru og á sýning-
unni. Sýninguna sóttu í upphafi m. a. um eitt hundrað bókaverðir, er
sátu þing Norræna rannsóknarbókavarðasambandsins í Reykjavík
17.-23. júní. Sýning þessi stóð fram eftir sumri.
Hinn 11. september var efnt til sýningar á verkum Henriks Ibsens í
minningu 150 ára afmælis hans fyrr á árinu. Sýning þessi stóð út
októbermánuð.
I nóvember var efnt til sýningar á færeysku bókagjöfmni, sem skýrt
var frá fyrr í þessu yfirliti, þeim hluta hennar, er Landsbókasafn fékk.
Háskólabókasafn efndi á sama tíma til sýningar á sínum hluta gjafar-
innar, og hittist svo á, að sýningarnar hér hófust um svipað leyti og
Færeyingar minntust 150 ára afmælis Landsbókasavns Fproya, en það
hlaut konungsstaðfestingu 5. nóvember 1828.
FERÐIR Fyrir alllöngu komu fram tilmæli um það
frá sendiráði Sovétríkjanna hér, að efnt
yrði til nokkurra kynna og samskipta með Landsbókasafni Islands og
Leninsafninu í Moskvu, Þjóðbókasafni Sovétríkjanna, m. a. með
gagnkvæmum heimsóknum fulltrúa safnanna.
Ætlunin var, að frú N. N. Solovijeva aðstoðarforstjóri Leninsafnsins
kæmi hingað í október 1977, en sú heimsókn fórst þá fyrir. Málinu var
síðan haldið vakandi, og réðst svo, að undirritaður fór í vikuheimsókn