Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 91
LANDSBÓKASAFNIÐ 1978
91
safna og vitna þar óspart til meistara Lenins, enda er hann verndar-
dýrlingur allra bókasafna.
I ferðinni gafst ennfrenuir kostur á að skoða listasöfn og fara í
söngleikahús, en þar var að vonum margt merkilegt og glæsilegt að sjá
og heyra.
Tryggvi Sveinbjörnsson, forstöðumaður bókbandsstofu safnsins,
sótti tveggja vikna námskeið í Lundi í Svíþjóð 3.-14. apríl, en þar var
fjallað um meðferð og varðveizlu leðurs, skinns og pergaments. Að
nánrskeiðinu stóðu Konservatorskolen í Kaupmannahöfn og Kulturen
í Lundi og nutu til þess styrks Norrænu ráðherranefndarinnar.
Haraldur Sigurðsson sótti ráðstefnu kortasérfræðinga í Kaup-
mannahöfn 26.—28. apríl, og veitti Menntamálaráð honum styrk til
fararinnar. Ráðstefnan var haldin á vegum Evrópusambands rann-
sóknarbókasafna (LIBER) og ætluð starfsliði kortadeilda safnanna.
PÓSTKORT Landsbókasafnið gaf 4. maí út tvö póst-
kort í litum til heiðurs Haraldi Sigurðs-
syni forstöðumanni þjóðdeildar safnsins og kortasérfræðingi, er varð
sjötugur þennan dag.
A öðru kortinu var Islandskort Guðbrands Þorlákssonar biskups (úr
Gerard Mercator Atlas sive cosmographicae meditationes de fabrica
mundi et fabricati figura, Duisburg 1595), en á hinu Islandskort
hollenzka sæfarans Joris Carolusar (úr kortasafni Willenr Janszoon
Blaeus, Amsterdanr 1630 eða síðari útgáfa).
Sólarfilma annaðist prentun kortanna.
STYRKUR TIL Landsbókasafn hlaut á árinu einnar millj-
BÓKAVIÐGERÐA ón króna styrk úr Þjóðhátíðarsjóði, er
varið skyldi til að hlynna að ýmsum ritum
safnsins, eldri og yngri, er viðgerðar þörfnuðust. Var Hilmari Einars-
syni bókbindara, sem nýlega var kominn heim að loknu tveggja ára
námi og starfi í bókbandsstofu Konunglega bókasafnsins í Stokkhólmi,
falið að vinna að þessu verkefni, og er þegar sýnt, að fyrrnefndur
styrkur mun koma að hinum beztu notum.
NORSKA TEPPIÐ Norska teppið, ein af þjóðargjöfum
Norðmanna í tilefni ellefu alda afmælis
íslandsbyggðar, sem ætlaður er samastaður í Þjóðarbókhlöðu, var