Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 94

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 94
94 LANDSBÓKASAFNIÐ 1978 að hnýta band milli Noregs og íslands. Leiðin, sem forfeður voru fóru og við forum í dag, efvið ætlum að treysta böndin enn betur, hún er oíin inn í teppið og dregur okkur inn í það líka. Og svo er það svo norskt: Orðin norrænn og sagnaþytur koma manni ósjálfrátt í hug, a. m. k. er hér um mikla vefnaðarlist að ræða, gjöf, sem við getum verið hreykin af að senda vinum okkar á Islandi.“ PJÓÐARBÓKHLAÐA Þótt í lánsfjáráætlun þeirri, er samþykkt var í maímánuði síðastliðnum, væri gert ráð fyrir 200 millj. króna lántöku vegna áframhaldandi framkvæmda við þjóðarbókhlöðu, og að auki væri geymd íjárveiting, tæplega 30 millj. króna, varð næsti áfangi, sá að steypa upp bókhlöðuna, ekki boðinn út, þegar öll gögn voru dlbúin í júnímánuði í sumar. Mennta- málaráðuneytið leyfði það fyrir sitt leyti, en fjármálaráðherra vildi ekkiumsinna. m. k.neytaþessararlántökuheimildar,þótthannáþingi fyrir jól hefði staðið upp og fallizt á, að ætlaðar yrðu 200 milljónir til framkvæmda við Þjóðarbókhlöðu á árinu. Var það raunar sú upphæð, er sett var í fjárlagafrumvarpið í október, en síðan hafði fjárveitinga- nefnd skorið hana niður í 75 milljónir króna. Ymsir urðu til að hreyfa bókhlöðumálinu ásl. sumri og undrast þann drátt, sem orðinn var á framkvæmdum. Fyrir atbeina Ragnars Arnalds menntamálaráðherra og með samþykki Tómasar Árnasonar fjármála- ráðherra heimilaði Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir 15. október sl., að boðin yrði út uppsteypa á kjallara hússins. Gert er ráð fyrir, að umræddum áfanga verði lokið í júnímánuði 1980. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1980 voru áætlaðar 300 milljónir króna til Þjóðarbókhlöðu, og er þess að vænta, að sú upphæð a. m. k. verði í því frumvarpi, sem lagt verður fyrir nýtt þing að loknum kosningum. Menn geta svo hins vegar velt því fyrir sér, hve langan tíma bókhlöðusmíðin muni taka, ef ekki verður veitt til hennar árlega meira fé en raun hefur orðið á til þessa. Byggingarnefnd reifaði þetta mál sl. vor, þegar hún í bréfi til Fjármála- og áætlanadeildar Mennta- málaráðuneytisins lagði fram nýja framkvæmda- og fjármagnsáætlun vegna undirbúnings fjárlaga fyrir árið 1980. I bréfinu segir svo m. a.: „Eins og byggingarnefnd hefur áður hreyft í tillögum sínum, verður bókhlöðunni ekki komið upp á skaplegum tíma, nema til komi áætlun í líkingu við landgræðsluáætlunina 1975-79. Sú áætlun var gerð í minningu 11 alda byggðar í landinu, en Þjóðarbókhlaða skyldi einnig reist í minningu þeirra tímamóta.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.