Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.12.1950, Qupperneq 2
GÍSLI HALLDÓRSSON, verkfr.: k HVERFANDA í upphafi var orðið. Kunningi minn hefur megnustu fyrirlitningu á hverskyns skrifum í bækur og hlöð og segir, að mér sé skrambans nær að framkvæma eitthvað af öllu J>ví. sem ég sé sí og æ að blaðra um. Með sjálfum mér hef ég orðið að viðurkenna, að í þessu felst nokkur sannleiki, enda þótt ég hafi stund- um borið hönd fyrir höfuð mér og spurt viðkomandi, sem aldrei stingur niður penna: Hvar eru þá þín stór- virki? Satt að segja er ómögulegt að koma auga á það, sem hann hefur afrekað um ævina! Nei, það er ekki von að maður geti framkvæmt allt, sem manni dettur í hug. En ætti það að vera fullnægjandi á°tæða til að þegja? Satt að segja, þá sé ég þó dálítið eftir öllum þeim tíma og peningum, sem ég hef varið í athuganir og skrif eins og t. d. boranir eftir gufu í Henglinum, til rafvirkiur.ar og hitaveitu fyrir Reykjavík. Því að j)að er vafamál að það glæsilega fyrirtæki rísi upp meðan ég tóri, þó að skilningur manna hafi stórlega batnað við gufuborunina í Hafnarfirði fyrir skemmstu. Ég hefði sjálfsagt getað varið tíma mínum betur í emin þágu, oft og mörgum sinnum. Kæling á bræð=lusíld var önnur hugmynd, sem mjög slæma meðferð hefur hlotið. en felur í sér ^tórkosllega möguleika. Aukin dýpt í síldarþróm og háir tankar til að geyma í síld er enn ein af hugmyndum mínum, og hún er framkvæmd í fyrsta skipti úti í Örfirisey. Tveg"ia þrepa frystivél- ar í hraðfr'rstihúsin innleiddust ekki fyrr en efir langt ])óf og blaðaskammir. Nú vill enginn annað. Fastar skrúfur komu í stað lausra í mótorbátana — og það ber ekki á öðru en bærilega gangi að draga línuna. Dieselvélin rvður burt glóðarhausnum, og léttbvggða hraðgenga vélin kemur í stað hinnar |)ungbvggðu og hæggengu. Það er Davíð gegn Golíat og Þorsteini Loftrsyni. Eg man alltaf. be.gar fyrsta 165 ha. Gray- vélin var til sýnis í Fiskifélagshúsinu. Enginn vildi Irúa því. að hún gæti snúið 50 tommu skrúfu á mótor- bát. — Þegar ég, árið 1934, skrifaði um dieselvélar í togara og hið nýia lag á togurum, sem fvrst var reynt í Þýzkalandi, hringir Gísli Jónsson í mig einn sunnu- dagsmorgun og spvr. hvort é.g sé genginn af göflunum. Skip með þes;u lagi geti aldrei borgað sig. Það sé ekkert pláss í þessum mjótt stefnum! Rúmum tíu ár- um síðar byggir hann sjálfur 40 togara með þessu lagi! Ég hafði J)á nýlega lagt fram teikningar af ný- tízku amerískum togurum með rafmagnsdrifnum tog- vindum af mjög fullkominni gerð, einnig tilhoð. Um livorttveggja er getið í Sjómannablaðinu frá þeirri tíð. Togarar þessir kostuðu 2,5 til 3 milljónir króna hver og gálu afhenzt svo fljótt, að ef þeir hefðu verið key])lir, hefðu ]>eir verið búnir að borga sig upp í topp, áður en fyrsti enski togarinn hljóp af stokkunum. En menn voru ekki vissir um, að Ameríkumenn kynnu að byggja togara. Sérstök nefnd var send til að sjá, hvort ég hefði sagt satt, en á meðan hún var í Ameríku var önnur nefnd send að kaupa togara í Bretlandi. Það kom síðar í ljós, að rafmagnsspilin eru ágæt, að raf- soðnir togarar eru léttari og bera meira en hnoðaðir, og að hnoðin geta losnað í nýsköpunartogurum. Einn- ig, að dieselvélar eru nothæfar í togara, enda þótt þær séu mi'munandi góðar. Ef hinum amerísku tilboðum hefði verið tekið og að ráðum mínum farið, hefði ])jóðfélaginu græðst nokkrir milljónatugir. Kannske 100 milljónir! Hugmynd mín um að taka upp almenna notkun hraðsuðu])otta til að spara suðurafmagn mun hafa verið skilin sem gróðabrallshugmynd og ekki athug- að, að hraðsuðupottar fyrir hvert einasta heimili í Reykjavík kostuðu aðeins 2 milljón krónur, en myndu spara rafmagnsálag eins og það, sem fæst frá topp- stöðinni og kostar 20 milljón krónur. Auk þess myndu þeir spara rafleiðslur og reksturskostnað, olíu og vinnulaun, að ekki sé talað um tíma og fyrirhöfn. Nú mun brátt þurfa að skammta rafmagnið og baka hús- mæðrum aukin óþægindi. Varastöðin á Reykjum var hugmynd, sem ég bar fram í bæjarstjórn 1948 eða 1949, og bauðst ég til að útvega vélarnar fyrir áramát 1949. Utboð var loks framkvæmt og reyndist tilboð mitt lægst og hagkvæm- ast, en öðru tilboði var samt tekið. Og vélarnar eru ekki enn komnar_upp. í gær (9. des.) var hitaveitan tekin af vegna rafmagnsbilunar! 162 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.