Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 2
BJARNI SIGURÐSSON:
^laupstadarferð
í æsku minni fyrir 68 árum, er ég var 16 ára, var
lítið um ferðir í kaupstað fyrir jólin. Sveitin mín,
Álftaver, var langt frá kau]>stað, og í sveitum austan
Mýrdalssands, að Skeiðarársandi, var þá varla i
kaupstað farið, nema einu sinni á ári. Þá var ekki
sent eftir jólagjöfum í búð; þær voru allar heima-
unnar. Venjulega voru þær ýmsar flíkur, ullarsokk-
ar, vettlingar, hálsklútar, bryddir sauðskinnskór,
hálft kerti og handa börnunum lítil tólgarkerti, sem
kölluð voru dásar. Þeir voru rók úr bómullarþræðí.
sem difið var þrisvar eða fjórum sinnum ofan í
brædda tólg. Úr litlu var að spila og allt varð að
spara.
Þessi eina kaupstaðarferð var farin seint í júní, og
þá keyptar og fluttar heim allar Vífsnauðsvnjar til
búsins, sem áttu að endast þangað til í júní næsta ár,
og meðal þeirra föng til jólanna. Lögð var áherzla
á það að gevma vandlega til jólanna lítið eitt af
hrísgrjónum. kaffi og steinsvkri. Þó kom fvrir, að
ekkert var til af þessu, er nýárið gekk í garð. Skal ég
nú áegja frá einni kaupstaðarferð, sem farin var til að
sækja meðal annars umgetnar jólavörur. Söguna sagði
mér um heimferðina úr kaupstaðnum Helgí Bergs-
son, bóndi að Fossi á Síðu, merkur maður. sannorð-
ur, kjarkmikill og drengur góður. IJann fór í kaup-
stað austur að Papós, sem þá var næsti kaupstaður
við Foss, og tveir bændur úr Fljótshverfi með hon-
um. Ég varð þeim samferða austui í Nes í Horna-
firði. eða réltara sagt, Helgi flutti mig þangað að
ósk föður míns, en þeir voru vinir. Greiðinn, sem
hann gerði mér og föður mínum, var fólginn í því
að ala önn fyrir mér í nokkra daga, áður en lagt
var af stað austur og á allri leiðinni, og lána mér
hest alla leið, alll án endurgjalds.
Það gerðist ekkert sögulegt á leiðinni austur í
Nesin, ekkert nema þetta vanalega, sem ekki mun
þykja frásagnar vert. Við urðum að fara fet fyrir
fet allan daginn, hinn svonefnda lestagang. Leiðin-
legra ferðalag mun varla vera til, en sitja á hesti
allan daginn, sem fer fet fyrir fet. Sú litla tillu'eyt-
ing var því kærkomin þegar áð var, tekin ofan klyf-
in, hestunum beitt og lagað á þeirn. Þetla var þó ekki
hægt á Skeiðarársandi. Hann er niu stunda ferð með
lest á milli bæja og algerlega gróðurlaus. Aftur á
móti voru hagar um miðbik Breiðamerkursands, en
hann er tólf stunda lestaferð frá Hnappavöllum að
Reynivöllum.
Stórvötnin voru lílil og góð yfirferðar, þar til kom
að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Hún var eins og
ávallt ill yfirferðar. í stað þess að ríða yfir hana
og teyma lestina, var það ráð tekið, að fara yfir hana
á svonefndu undirvarpi. Það var nokkurs konar jökul-
pallur framan við aðaljökult'angann, sem áin brauzt
undan. Þessi jökulpallur var svo rnjór, að einungis
laus hestur gat gengið hann, en væiu klvf á honum,
rákust þau í jökulvegginn snarbrattan fyrir ofan, og
hesturinn hefði þá hrokkið úl í upptök Jökulsárinnar.
Þess vegna voru klyfin tekin af hestunum, sem teymd-
ir voru einn og einn vfir ána. Klvfin voru borin yfir á
eftir. Það sem mér þótti ægilegast við þetta var. að
hestarnir voru látnir stökkva vfir jökulspiungu í
miðju undirvarpinu, en jiar bullaði áin upp. mó-
rauð af jökulleðju.
Annars sýndu bændurnir það, að þeir kunnu að
ferðast. Þeir voru sérstaklega snjallir að velja vötnin,
eða finna brot á þeim, en það voru kölluð brot. þar
sem álar vatnanna runnu breiðast. Brásl það ekki,
að þeir sáu slrax, er þeir komu að fallvatni, hvar
það var bezt yfirferðar, eða hvort það var reitt án
þess að sund væri. Jafnsnjallir voru þeir í því að
nema staðar með jöfnu millibili, er hestarnir þurftu
á því að halda og gæta þess, að reiðingarnir meiddu
ekki hestana. Þelta, sem nú er sagt, er sá þáttur ferða-
lagsins, sem ég fylgdist með.
154
FRJÁLS VERZLUN