Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 13
daga skegg hafði safnast fyrir á andliti hans. Þrátt fyrir þetta bentu hin dökku og leiftrandi augu hans ótvírætt til þess, að þau tilheyrðu eiriræðisherra. Mussolini hikar. Við yfirgáfuni nú hótelið, þar sem „Svanurinn“ var tilbúinn að hefja sig til flugs. Með erfiðismun- um tróð ég mér bak við aftara sætið, þar sem Musso- lini átti að sitja. Um leið og hann steig u])p í vélflug- una, virtist koma liik á hann andartak. Hann var sjálfur flugmaður og gal því gert sér betri grein fyrir þeirri áhættu, sem framundan var. Ég aitlaði að fara að reyna að koma með einhverjar afsakanir, en orð mín köfnuðu af hávaðanum í hreyflinum. Flugmaðurinn gaf merki og um leið slepptu her- mennirnir, sem höfðu haldið við vængi vélflugunnar. Við þuturn áfram eftir hinni mjög svo ófullkomnu flugbraut, og vélflugan okkar hoppaði upp og nið- ur, þegar hjólin fóru yfir hnullungssteina, sem ekki hafðist unnið tími til að fjarlæga. Skyndilega tók ég eftir því, hvar djúpur skurður lá þvert yfir það svæði, sem við stefndum í áttina til. Mér gafst timi til að hugsa eitt augnablik: „Skvldum við hafa það eða ekki?“ í sama mund fann ég, að „Svanurinn“ okkar lyfti sér lítið eitt frá jörðunni, en vinstra hjólið skall aft- ur harkalega á brautina. Vélflugan vísaði nefinu lít- ið eitt niður á við, og nú vorum við að komast á braut- arenda. Við fleyttum kerlingar eftir brautinni, og ég lokaði augunum. 0] 1 fyrirhöfn mín virtist nú vera að renna út í sandinn og verða að engu. Ég héll niðri í mér andanum og beið eftir hinu óhjákvæmilega og hræðilega slysi. Hvinurinn í loftinu, sem lék um vængi vélflugunn- ar varð sífellt greinilegri og var nú orðinn að reglu- legu ýlfri. Ég opnaði augun, og í þessu náði Gerlach fullkominni stjórn á „Svaninum“, sem sveif upp af flugbrautinni og hækkaði flugið óðum. Við þremenn- ingarnir vorum allir fölir eftir taugaspenninginn þessar síðustu sekúndur. Ég lagði hendina ósjálfrátt á öxl Mussolinis í geðshræringu minni. því að mér fannst, að nú væri björgun hans fullkomnuð. Hann hafði náð sér á strik eftir flugtakið, og var nú hinn málhressasti. Ég tók ekki eftir því fyrr, að hann tal- aði prýðilega þýzku, svo til lýtalausa. Á leiðarenda. Við vorum nú að komast á leiðarenda, og brátt flugum við inn yfir Róm í stefnu á flugvöllinn við Pratica di Mare. „Varið ykkur“! hró]>aði Gerlach allt í einu. „Beygið ykkur niður! Við getum ekki lent Úr mynclasafnL V.R. XXXV, BALUUH 1’Al.MASON „C'tvarp Keykjavfk — nú hefst barnntíminn!“ nema á öðru framhjólinu“. Ég var búinn að gleyma því, að vinstra hjólið hafði bilað. „Svanurinn“ snerti flugbrautina og hoppaði lítið eitt, en flugmaðurinn náði fljótt jafnvægi og velti honum vfir á hægra framhjólið og síðan afturhjólið. Vélflugan nam stað- ar. Allt hafði gengið að óskum, og ég verð að segja, að við höfðum haft heppnina með okkur frá byrjun til enda. Aðstoðarmaður Students, hershöfðinga, bauð okk- ur velkomna á flugvellinum. Hann var í sólskins- skapi. Þrjár vélflugur af gerðinni Henkel 111 voru tilbúnar að leggja af stað. Við máttum engan tíma missa, ef við ætluðum okkur að vera komnir til Vín- arborgar fyrir kvöldið. FRJÁLS VERZLUN 165

x

Frjáls verslun

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3544
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
1232
Skráðar greinar:
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (1939-1955)
Frjáls verzlun, útgáfufélag h/f (1959-1966)
Verslunarútgáfan hf (1967-1969)
Frjálst framtak hf (1970-1989)
Fróði hf (1990-1995)
Talnakönnun hf (1996-2000)
Heimur hf. (2001-2015)
Efnisorð:
Lýsing:
Verslun og viðskipti
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)
https://timarit.is/issue/232540

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)

Aðgerðir: